Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 31, 2003

Þetta með Jackson ég er alls ekki aðdáandi hans, mér finnst samt ljótt að segja svona um hann jafnvel þó það sé satt.
+jæja þetta var nú ekkert skárra, það er hörmung útlitið á mannkertinu.

sunnudagur, mars 30, 2003

Arnar minn.. Það er ferlega ljótt að skrifa svona um grey MikkaJackson þó hann sé ekki beint fyrir augað. svei og skamm..
Hæ hæ. Hanna Sigga sendi mér nokkra ferlega svínslega brandara um karlmenn. Hún er hætt að hæla Jóni og Adda stanslaust fyrir það að þeir séu þeir einu sem nenni að blogga. Eins og við hin erum nú dugleg við þetta. Ég hugsa að ég verði að hýrast heima einn daginn enn eins og það er nú skemmtilegt eða hitt þó heldur. Jón kom og ég gleymdi að biðja hann að kenna mér þetta trix við myndirnar.... ég er nú einu sinni svo næm og fljót að læra á þetta.... Hildur situr við að búa til tannstöngla.....

föstudagur, mars 28, 2003

Publish þýðir að gefa út eða birta opinberlega, þannig að ef þú ýtir á bara á post þá birtist færslan þín ekki strax á vefsíðunni heldur geymist bara þarna í blogghólfinu þínu. Kv. Jón.
Jón Hvað gerist ef maður ýtir óvart á post í stað post & publish... Hvað þýðir publish????
Hildur mín kom með nammi þessi elska, ég fór með það upp í rúm og maulaði það og las spennubók.

Svo eru hér þrjár litlar gamlar lífsreynslusögur!!!!!!!
Ég hafði fengið munnsopa af bjór um kvöldið fór síðan á ball í Sævang og var að leggj af stað á bíl heim síðla nætur þegar lögreglan blikkaði ljósum.
ég stansaði stjörf af hræðslu, mundi eftir sopaskrattanum, nú yrði ég látin blása,
Sopinn myndi lita loftið grænt og ég dæi úr skömm á staðnum.
Lögregluþjjónninn kom ,, Þú ert á felgunni´´ sagði hann... ég vissi það hugsaði ég----
Viltu ekki að ég hjálpi þér að skipta um dekk, sagði hann vingjarnlega.....

Ég eignaðist stúlkubarn á sjúkrahúsi , sem var alllangt frá bænum þar sem við áttum heima.
En þar á bænum var símastöð.
Héraðslæknirinn lofaði að koma og líta á telpuna. Símstöðin bilaði og von var á víðgerðarmanni.
Ég var að hengja út þvott bak við húsið, þegar ég heyrði bíl renna í hlað...
Eftir dágóða stund og fann heimilisföðurinn sem var að útskýra fyrir dauðskelkuðum lækninum
bilunina í stöðinni og spyrja hann ráða. Ég skemmti mér konunglega,
en gaf mig svo fram og leiðrétti misskilninginn.

Í danskennslutíma fyrir fullorðna var orðið æði heitt í salnum, og danskennarinn opnaði útihurð.
Úti fyrir var stærðar snjóskafl. Það skipti engum togum að einn mektarbóndi í sveitinni,
missti af konu sinni í ólmu tjútti og tókst konan á loft, sveif út um opnar dyrnar og hvarf í skaflinn.
Alveg er þetta nú typiskt fyrir mig, komin með verulega andstyggilegt kvef þegar ég ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt, ég fór upp í skóla í morgun en var svo viðbjóðsleg að ég fór heim, með eldrautt nef og augu.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Mamma - fyrirgefðu að ég ryðst svona inn á bloggið þitt - þú verður að passa þig á að ýta á Post & Publish en ekki bara Post þegar þú sendir bloggið inn á vefinn. Hehe. Jón.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Það gerist frekar lítið þessa dagana, góður dagur í dag, ég er að hugsa um að fara á frumsu á Hárinu hjá Skagakonunum mínum. reyndar er allt í einu komið skítaveður og ég er búin að sitja svo lengi við tölvuna að ég er alveg orðin helfrosin föst við skrifborðsstólinn, geðslegt það eða hittó. heyrði í Hrafnhildi í kvöld., þær hún og Lára streðast í æfingakennslunni. ég hlakka til að þær komi heim. þetta er snubbótt blogg

mánudagur, mars 24, 2003

Hæ Hó og halló Grýla Tomsen Ég var lasin í dag og fór ekkert út skutlaði stelpuskottunum í skólann og fór svo heim alveg ferlega þursabitsleg, ekki veitti nú af að ég fengi smávegis nudd. Það var sólskin framan af degi og þvílíkt ryk hér í þessu húsi, púff púff.
Árdís ég finn ekki heimasíðuna þína
Árdís mín til hamingju með háskólaeinkunnina þína frábært og nú gerngur það glatt í blogginu. Rauðmagar á kettinum það er stórsnjallt...Uggla mín til hamingju með leikritið og hanzka það er bráðskemmtilegt að lesa bloggið þitt.Addi er hættur að bölva eins mikið í sínu bloggi og skrifar um lánsmenn í knattspyrnunni Ég spyr eins og gömul fávís kona af Ströndum eru það menn sem eiga einhverju sérstöku láni að fagna ????????? Eg er sammmála Jóni og spaugstofumönnum. Það er óskandi að það bitni ekki á Íslandi að forsætis og utanríkisráðherrafífl skuli vera í stríðsleik.
Ég skil ekki af hverju og af hverju í andskotanum ekki er hægt að lesa síðasta blogg meðan ég er að skrifa það næsta, það er ekkert nema helvítis strikafjandar og kassadjöflar. t.d hvall vall oho ovo blallrifall um gllell o fllg o.s.frv. Vilja aðrir bloggfræðingar upplýsa mig um það af hverju þetta fínirí stafar !!!!!!!!!!!!! ÓGEÐSLEGT ............ Rosalega hlakka ég til páskanna hugsið ykkur öll þessi flottu páskaegg........ Arrrrg........Af hverju er munnurinn á þér svona stór amma.. Svar: það er til þess að ég geti étið fleiri páskaegg.

miðvikudagur, mars 19, 2003

Hvaða hvaða ,,ég hélt ég væri búin að skrifa um góugleðina, Ég fór og skemmti mér betur en ég hef gert lengi, það var þó gaman á sveitaþorranum og spurningakeppnunum . Mér fannst skemmtiatriðin alveg stórgóð og vel flutt, karlarnir voru hver öðrum frábærari.
Og ballið var betra en mér hefði nokkurntíman dottið í hug. Dúndur fjör. gaman að dansa. Allt gaman.

fimmtudagur, mars 13, 2003

Hér snýst nú allt þessa dagana um góugleði og leikfélagið er á full swing, Ríó tríóið er á næstu grösum og eftir helgina verður farið í að undirbúa afmælið mitt og senda út hvatningarbréf um mætingu til fólks, það er enginn tími fyrir helgi... púff ...það er enginn tími til að láta sér leiðast..... klukkan er orðin svo margt að ég er farin í háttinn góða nótt.

mánudagur, mars 10, 2003

Já ég sé að Jón hefur reynst sannspár með úrslitin. Nú er að fara að undirbúa stórafmælið. þetta verður eins og hundrað ára verslunarafmæli Hólmavíkur. Nú er ég farin í megrun að loknum nokkrum rjómapönnukökum... Ég er líka á leiðinni í verulega gott froðubað með ilmolíu..Verst ég þarf að lagfæra bölvaða ekkisens dýnuna í rúminu mínu, verið utaná henni er að rakna í sundur.
Lukka er aldeilis í stuði í dag, hegðar sér eins og hún sé merkilegasta manneskjan í heimi, vonandi kemst hún niður á jörðina fyrir morgundaginn.
Já og jamm gaman var að vinna Grundarás en kennararnir voru okkur ofviða, Kristján var alltof fljótur á bjölluna, maðurinn var hreint óður, við sem vorum svo fljót að bjalla í fyrri keppninni vorum eins og sniglar samanborið við Kristján. Þau voru vel að verðlaununum komin, og mikið er nú búið að vera gaman að þessu öllu saman. Semsagt Tóti, Kristján og Hrafnhildur mín voru í fyrsta sæti....og Raggi, Björn og ég vorum í öðru sæti.. Allir borðuðu pönnsurnar okkar Esterar og skúffukökurnar með bestu lyst....
Flóamarkaðnum var lokað í dag og ég hafði selt fyrir 7200 kall. Frábært það gaman. Alltaf verið að gera eitthvað með kátu og glöðu fólki.

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég hef komist að því að það er alls ekki normalt að vera normal það er svo langt frá því.. Þá er spurningin Hvað er að vera normal..Sumir halda að þeir séu það alltaf.... Það virðist ekki mjög gáfulegt, eða hver er svosem kominn til að segja að þeir séu það. Sumir eru svo normal að það virðist vera hrein geðveiki. Hvað skyldi ég t.d. vera mörg % normal ?
Æðislega fyndið að Addi var búinn að prenta út auglýsingu fyrir spurningakeppnina þar sem stóð að aðgangseyrir væri kr.500 fyrir 17 ára og YNGRI, Nýungarnar láta allsstaðar á sér kræla. Það er gaman að hlæja.
ÚFF.... Brynjar Freyr er með hita. Alveg er hræðilegt þegar svona pínulítil börn eru með hita. Þetta er líka í fyrsta skipti sem hann verður lasinn. vonandi batnar honum fljótt. Og nú er að koma helgi rétt eina ferðina.. og ég á eftir að baka fyrir spurningakeppnina...Það er nú bara gaman... Hanna Sigga sendi mér svo fallegt S:M:S: Það hljóðaði þannig:
Faðmlag eykur vellíðan...Eyðir einmanakennd...Slakar á spennu...Vinnur bug á svefnleysi...Hægir á öldrun...Og eykur sjálfstraust.
Frábært..

þriðjudagur, mars 04, 2003

Sprengidagur...BÚMM !!! fór í sprengidagssaltkjötið hjá Hildi og Adda og er aaaaalveg að sspringa Vona samt að ég lifi það af.
Halldór læknir tók hallærislöppina á mér í stórskveringu í dag. myndaði í bak og fyrir. ég er ekki með slit eða beinbrot eða krabbamein í henni. síðan sprautaði hann á tveimur stöðum í hana einhverju galdragumsi, og nú er bara eftir að vita hvað gerist. klukkan er hálf níu og ég er farin upp í rúm með bók að lesa.. Veðrið er frekar að versna...Jón örn spilaði tvö lög með Adda og Hörpu í útvarpinu í dag það var flott.

mánudagur, mars 03, 2003

Það er bolludagur og ég fékk bollur í morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat í gær = 8 stk. það er ekki mikið eða hvað, með tilliti til þess að ég er að fara í megrun eftir daginn á morgun.. sparnaðarráðstöfun.....
Jæja þá er nú þorrablótið búið.... Og tókst vel að mínu mati.... Maturinn góður og vel fram reiddur...Skemmtiatriðin góð... strákarnir alveg frábærir.. söngurinn okkar sæmilega hressilegur eins og til var ætlast... Ballið fjörugt..og margt fólk.. Kom bæði úr Árneshreppi og Reykhólasveit...Eitthvað örlaði á einhverju helvítis tuði hjá matarnefndinni út af spýtu sem vantaði í fatahengið, en ég fór með fataslána mína og herðatré úteftir... einnig þóttu gluggarnir skítugir... ég sá reyndar ekki þann skít. og svo var ég nýbúin að þurrka úr þeim og fannst það hálf fúlt.. en annað semsagt gott það ég hef heyrt.... Skyldi Hljómsveitin hafa verið látin borga sig inn ???
Tíhíhí......

laugardagur, mars 01, 2003

Merkilegt. allt í bévítans rugli með stafina hér fyrir neðan