Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 10, 2003

Já ég sé að Jón hefur reynst sannspár með úrslitin. Nú er að fara að undirbúa stórafmælið. þetta verður eins og hundrað ára verslunarafmæli Hólmavíkur. Nú er ég farin í megrun að loknum nokkrum rjómapönnukökum... Ég er líka á leiðinni í verulega gott froðubað með ilmolíu..Verst ég þarf að lagfæra bölvaða ekkisens dýnuna í rúminu mínu, verið utaná henni er að rakna í sundur.
Lukka er aldeilis í stuði í dag, hegðar sér eins og hún sé merkilegasta manneskjan í heimi, vonandi kemst hún niður á jörðina fyrir morgundaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home