Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, mars 30, 2003

Hæ hæ. Hanna Sigga sendi mér nokkra ferlega svínslega brandara um karlmenn. Hún er hætt að hæla Jóni og Adda stanslaust fyrir það að þeir séu þeir einu sem nenni að blogga. Eins og við hin erum nú dugleg við þetta. Ég hugsa að ég verði að hýrast heima einn daginn enn eins og það er nú skemmtilegt eða hitt þó heldur. Jón kom og ég gleymdi að biðja hann að kenna mér þetta trix við myndirnar.... ég er nú einu sinni svo næm og fljót að læra á þetta.... Hildur situr við að búa til tannstöngla.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home