Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, september 24, 2003

Hananú þá er komið að því að fara suður á morgun. Tómas minn fer með mér . Ég vona að ég drepist ekki úr áhyggjum á leiðinni af því að ég er á nagladekkjum, og það má ekki fyrr en í nóvember. Annars er ég að drepast úr leti og kem engu í verk...pjaaa...
Annars: ég fann eina sögu af fröken Lukku síðan 1997.
Semsagt frá síðustu öld og hér kemur smá úrdráttur úr henni:
Lukka vaknaði kl 7 og reif sig á fætur. Minnisblaðið frá kvöldinu áður lá á eldhúsborðinu.
Efst stóð...Gleraugu, myndavél, Sjónvarp, Gítar, föt, Sæng, koddi,
Hún tíndi fullt af dóti úr bílnum , þar var fullt af fötum og hún ákvað að láta þau eiga sig, aldrei að vita nema hún þyrfti á þeim að halda---- Þrjár úlpur, flíspeysa, fisjakki, fóðraðar buxur, Önnur flíspeysa með rennilás þrír treflar, lambhúshetta, ennfremur gönguskór, stígvél og nagladekk.
Hún hugleiddi hvernig stæði á því að sumt fólk getur ekið um með sallafína galtóma bílana sína, gæru í afturglugganum og dúkkutígrisdýr. Lukku hafði alltaf langað til að hafa svoleiðis í bílnum sínum en af einhverjum ástæðum var aftursætið alltaf fullt af dóti sem gæti verið gott að hafa með.
Lukka flýtti sér út á þvottaplan og skrúbbaði bílinn að utan, fór svo í kaffi niður á hótel til að ná upp orku.
Síðan í K:S:H: og keypti rúsínur og A:B: mjólk og garn ef hún skyldi leggjast í handavinnu, fór síðan heim aftur til að gá hvort eitthvað hefði gleymst. Fór svo og keypti smurolíu á bílinn tróð öllu dótinu í hann , Sjónvarpinu , sænginni og gítarnum og lagði af stað vestur í Ögur að vinna hjá Fyllingu.
Leiðindaveður og slyddudrulla.... Inn hjá Grjótá mundi hún að hún hafðiu gleymt að kaupa bensín og sneri við. Fór heim í leiðinni og náði í naglaklippur vettlinga og ullarsokka, hangsaði pínu, og lagði síðan af stað aftur......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home