Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 01, 2003

Jæja nú er Sævangsævintýrinu lokið á þessu sumri og mér tókst að standa vaktina mína með sóma, held ég.. og allt var þetta bráðskemmtilegt, gott samstarf, og kaffi og kökur, og mjög góð sýning að mati þeirra sem hana sáu, Ekki síst þá hittist fólk og trallaði saman ungir og gamlir og allt þar á milli. það finnst mér ekki hvað síst..þ.e. að fólk á öllum aldri leiki sér saman. það er aldrei of mikið af því. Það er svo mikið að gera hjá öllum, pabbar og mömmur vinna og vinna, börnin hitta þau þegar allir fara að sofa á kvöldin. Fullorðna fólkið hittist við jarðarfarir o.s.frv. neyðist til þess. Þessvegna er svo mikilvægt að finna upp á einhverju sem allir taka þátt í og hvefa andartak frá hversdagsamstrinu og leika sér saman.
Sá er illa staddur sem þorir ekki að vera með í slíku eða gengur af einhverjum ástæðum með þær grillur að það sé hallærislegt , það eru ekki börnin sem eru með slíkar grillur. þær eru komnar frá þeim fullorðnu einhverskonar hræðsla. Börn eru miklu skynugri en margir halda og skilja alveg afhverju afi, amma eða pabbi og mamma geta ekki hlaupið eins hratt eða stungið sér kollhnís og fleira.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home