Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, september 06, 2003

Ég er í vandræðum með andskotansmúsardjöfulsómyndina, hún er örugglega að verða ónýt.
Hrafnhildur heldur að hún sé bara skítug en ég verð að fá einhvern sérfræðing til að rífa hana í sundur.
Ég er búin að afreka það í dag að skreppa til Reykjavíkur og ná í alla kassana hennar Hönzku sem hún ætlar að geyma heima í Steinó og þeir eru komnir á góðan stað heima í búri.
Ammælið hans Brynjars er á morgun litli stubburinn verður eins árs..Krúsí krúsí... Amma keypti handa honum dáldið skrítið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home