Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 30, 2006

Það er búið að vera logn í heila viku. Stundum sól og hiti og afar gott veður. Heilmikið hefur áunnist í umhverfisfegrun, Brynja og 'Asdís litla komu og hömuðust í blómabeðinu og gróðrinum sem hefur vaðið yfir þar sem ekki á að vera gras. Og Svana er búin að mála og sparsla í gluggana Handriðið á tröppunum og vatnsbrettið á húsinu Nonni múraði í steypuskemmdir. HannaSigga kom og var um helgina og tók kaggann í gegn og íbúðina svo það er hvorutveggja óþekkjanlegt Bíllinn er svo fínn að hann er eins og nýkeyptur úr kassanum.. Það hefur verið kleinubaksturstörn undanfarið og alltaf étast þær vel , næst er að baka í nesti fyrir landsmót UMF'I , sem er haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina.. Árdís og Björk foru á tónleika Sigur rósar sem voru á Djúpavík á fimmtudagskvöldið. Addi Hildur og strákarnir eru farinn í sumarbústað , 'Eg er ekki viss um að ég komist neitt, í ferðalag þó ég sé ekki föst í vinnu. kannske landkönnun hér í grenndinni í september......

mánudagur, júlí 24, 2006

Vaaá kominn 24. júlí og ég er eins og upptrekktu skvísurnar í Jónsmessunæturmartröð á fjallinu helga. útgengin..... Svo voru þær trekktar upp. En ég geng fyrir sólarorku að miklu leyti og nú hefur verið hálfgerð þoka seinnipartinn. Þau gleðitíðindi urðu síðdegis að Opna ógeðs Breska fokkingmeistaramótið í golfi er búið, og það var Leiðarljós Gaman að sjá fólkið í Springfield aftur.... 'Eg var að setja gólf í sólpallinn minn og það er nú ekki hægt að segja að það sé fín smíði en kannske skárri en það sem var. svo rúllaði ég yfir það með ónýtri málningu sem ég átti vonandi þornar hún.... það væri nú ljóta vesenið ef hún gerði það ekki ....'Eg fór áðeins út á Drangsnes á laugardaginn og át útigrill eins og Dóri sálugi frændi minn forðum, og horfði svo á slatta af dagskrá kvöldsins, Við Agnes mín fengum sæti uppi á borði og þóttumst vel settar þar þangað tið c.a. hundrað kellíngar mismunandi feitar voru búnar að troðast yfir okkur með frekjulátum.og eldri maður sem sat við endann á borðinu varð nærri því troðinn undir. 'Eg þraukaði þar til Ingó krúttið var búinn að syngja. og fór þá og keyrði ytri leiðina inn í Bjarnarfjörð í Svanshól of fór í pottinn með mína krömdu fætur og fór síðan heim alheil og Kyrjaði Ísland úr Nató á leiðinni niður Fellabökin.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Nóg komið af myndum í bili.. nú vantar mig að vita hvaða dagur hentar best fyrir fjölskyldu samkomu þá sem fyrirhuguð er hér með þrældómi og grillpartíi eða pottrétti ef veðrið er vont. (ég get ekki verið sjálf 12 ágúst) Sendið mér tölvupóst eða comment skinnin mín.


hAMINGJUHUNDUR á sérstökum grasbala


Við syngjum saman ...það er svo gaman.. 'á hamingjudögum á HÓLMAVÍK!!!


Fyrir Hamingjudagana gerði ég fjögur auglýsingaskilti.

Hreiðrið á Mylluhólnum í Æðey undir myllusteininum.


Geggjuð kjölrák eftir þennan bát vaaaá...


Skyldi þessi bátur hafa gleymt okkur hér?

'Eg fór í bátsferð út í Æðey og þarna eru ferðafélagarnir mínir að bíða eftir bátnum í glaða sólskini
Já þeir voru sterkir balamennirnir sagði afi Tumi......
Nú er ég loksins búin að læra að setja myndir í bloggið í nýju tölvunni minni og þessar eru frá ferð okkar Brynju í heimsókn til Höfðamanna að smíða hús fyrir vegagerðarmenn norður á Bölunum hjá Eyjum
þeir voru sterkir

Í bláum skugga

föstudagur, júlí 07, 2006

Húllumhæ og Lóðarí 2006.
Mér hefur dottið í hug að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að bjarga útlitslegum heiðri umhverfis míns hér innanlóðar á Höfðagötu 7.
Það koma að meðaltali tuttugu manns á dag yfir ferðamannatímann og eru alltaf að taka myndir af húsinu og þessum garði.
‘Eg hef ekki bolmagn til að halda þessum hræðilega garði mínum og húsinu í þokkalegu ástandi og hugmyndin var að allir í fjölskyldunni minni sem vilja koma einn stuttan dag í verkefnið með mér kæmu og mega hafa vini sína og ættingja með. Og það fylgir hugmyndinni að baka pitsur og brugga heilsudrykk eða hafa rabarbaragraut og rjóma og gæða öllum á að loknum þessum degi. Yrði aðgerðin síðan nefnd einhverju góðu nafni tildæmis “Húllumhæ eða Lóðarí 2006” Og yrði ef vel tekst til árlegur viðburður þar sem fjölskyldan kemur saman og púlar fyrir mig. Líka gætu þeir grillað sem vilja ekki pitsur og ráðið hvað þeir vilja borða.

Jæja og hér kemur skrá yfir verkefnin ...
Mála þakkantinn og gluggana hvíta.
Mála rauða litinn á húsinu.
Mála neðripartinn á húsinu.
Rífa upp gólfið í pallinum,
Klippa runna,,
reyta illgresi,,
reyta gras,,
slá,,
raka,,
taka upp rabarbara og brytja,,
Athuga girðinguna og mála ef með þarf.
Taka eigulega varahluti úr hvítu tojotunni.
Koma henni að því loknu á haugana
Raða grjóti.
Elda pitsurnar og búa til grautinn.
Leggja parket á eldhúsgólfið.
Og klæða innan veggina.
Fara upp á þak og þétta með skorsteininum.
Og þrífa bílinn minn og bóna.
Ef einhverjir fá fleiri hugmyndir þá eru þær vel þegnar.!!

‘Eg er með hugmynd að málverki sem yrði fest upp á girðinguna sem liggur inn í garðinn. Og yrði þannig að allir sem leggja hönd að verki dýfa hendinni í málningu og gera handarfar sitt á krossviðarplötu.

Síðan yrði kosinn verkstjóri og skipt í hópa.
Og gæti skráning í þá farið eftir getu og áhuga hvers og eins. Td. Bílahópurinn (boddyworker)
Grashópur ( engispretturnar)
Málningarhópur (málningarslettar)
Smíðahópur (Timburmenn )
Runnahópur. ( klipperar )
(Eldunar og Grillhópur...osfrv osfrv.
Grýla og jólasveinarnir)

Ef fólk vildi skrá sig til þáttöku hvenær svo sem af þessu gæti orðið. Kannske í ágúst ef einhverntíman kæmi þur dagur.

Eg veit nú samt að það hafa allir yfirdrifið nóg að gera en ef vel tekst til þá gætu fleiri haft svona dag einhverjum dettur í hug einhver sérstakur dagur þá vinsamlega viljið þið láta mig vita.