Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 07, 2006

Húllumhæ og Lóðarí 2006.
Mér hefur dottið í hug að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að bjarga útlitslegum heiðri umhverfis míns hér innanlóðar á Höfðagötu 7.
Það koma að meðaltali tuttugu manns á dag yfir ferðamannatímann og eru alltaf að taka myndir af húsinu og þessum garði.
‘Eg hef ekki bolmagn til að halda þessum hræðilega garði mínum og húsinu í þokkalegu ástandi og hugmyndin var að allir í fjölskyldunni minni sem vilja koma einn stuttan dag í verkefnið með mér kæmu og mega hafa vini sína og ættingja með. Og það fylgir hugmyndinni að baka pitsur og brugga heilsudrykk eða hafa rabarbaragraut og rjóma og gæða öllum á að loknum þessum degi. Yrði aðgerðin síðan nefnd einhverju góðu nafni tildæmis “Húllumhæ eða Lóðarí 2006” Og yrði ef vel tekst til árlegur viðburður þar sem fjölskyldan kemur saman og púlar fyrir mig. Líka gætu þeir grillað sem vilja ekki pitsur og ráðið hvað þeir vilja borða.

Jæja og hér kemur skrá yfir verkefnin ...
Mála þakkantinn og gluggana hvíta.
Mála rauða litinn á húsinu.
Mála neðripartinn á húsinu.
Rífa upp gólfið í pallinum,
Klippa runna,,
reyta illgresi,,
reyta gras,,
slá,,
raka,,
taka upp rabarbara og brytja,,
Athuga girðinguna og mála ef með þarf.
Taka eigulega varahluti úr hvítu tojotunni.
Koma henni að því loknu á haugana
Raða grjóti.
Elda pitsurnar og búa til grautinn.
Leggja parket á eldhúsgólfið.
Og klæða innan veggina.
Fara upp á þak og þétta með skorsteininum.
Og þrífa bílinn minn og bóna.
Ef einhverjir fá fleiri hugmyndir þá eru þær vel þegnar.!!

‘Eg er með hugmynd að málverki sem yrði fest upp á girðinguna sem liggur inn í garðinn. Og yrði þannig að allir sem leggja hönd að verki dýfa hendinni í málningu og gera handarfar sitt á krossviðarplötu.

Síðan yrði kosinn verkstjóri og skipt í hópa.
Og gæti skráning í þá farið eftir getu og áhuga hvers og eins. Td. Bílahópurinn (boddyworker)
Grashópur ( engispretturnar)
Málningarhópur (málningarslettar)
Smíðahópur (Timburmenn )
Runnahópur. ( klipperar )
(Eldunar og Grillhópur...osfrv osfrv.
Grýla og jólasveinarnir)

Ef fólk vildi skrá sig til þáttöku hvenær svo sem af þessu gæti orðið. Kannske í ágúst ef einhverntíman kæmi þur dagur.

Eg veit nú samt að það hafa allir yfirdrifið nóg að gera en ef vel tekst til þá gætu fleiri haft svona dag einhverjum dettur í hug einhver sérstakur dagur þá vinsamlega viljið þið láta mig vita.

5 Comments:

  • At 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta líst mér vel á og mæti örugglega með mökk af liði til að taka þátt. Ég er t.d. snillingur í að taka upp rabarbara og rífa upp gólf í pöllum.

    Það er bara að velja góðan frídag í þetta, einhverja komandi helgi, t.d. verslunarmannahelgina eða jafnvel helgina áður eða þaráður.

     
  • At 5:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég skal koma helgina 15. eða 16....ef þú bíður mikið lengur en það verð ég farin af landi brott og ég er nú alveg ágæt í að fara upp á þak og þétta með skorsteininum :/ !!!!!! Ég lýg því, en ég get nú hjálpað til við ýmislegt ;)

     
  • At 6:41 e.h., Blogger Björk Bjarnadóttir said…

    Björk,,,ég er góð að brugga heilsudrykki og svo alveg ágæt í svona útivinnu.....frábær hugmynd. Kv Björkin

     
  • At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk það er gaman að fá svona viðbrögð og svo er Hanna Sigga búin að skrá sig í bílahópinn símleiðis flott. kannske bara stefna á helgina 15-16 áður en Gummó fer út. látið í ykkur heyra.. og svo má nú velja annan dag ef einhver vill...

     
  • At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Endilega að náum okkur saman þessa helgina:) svo Gummó verði með, það er nú ekki svo oft sem við hittum hana!!

     

Skrifa ummæli

<< Home