Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 30, 2006

Það er búið að vera logn í heila viku. Stundum sól og hiti og afar gott veður. Heilmikið hefur áunnist í umhverfisfegrun, Brynja og 'Asdís litla komu og hömuðust í blómabeðinu og gróðrinum sem hefur vaðið yfir þar sem ekki á að vera gras. Og Svana er búin að mála og sparsla í gluggana Handriðið á tröppunum og vatnsbrettið á húsinu Nonni múraði í steypuskemmdir. HannaSigga kom og var um helgina og tók kaggann í gegn og íbúðina svo það er hvorutveggja óþekkjanlegt Bíllinn er svo fínn að hann er eins og nýkeyptur úr kassanum.. Það hefur verið kleinubaksturstörn undanfarið og alltaf étast þær vel , næst er að baka í nesti fyrir landsmót UMF'I , sem er haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina.. Árdís og Björk foru á tónleika Sigur rósar sem voru á Djúpavík á fimmtudagskvöldið. Addi Hildur og strákarnir eru farinn í sumarbústað , 'Eg er ekki viss um að ég komist neitt, í ferðalag þó ég sé ekki föst í vinnu. kannske landkönnun hér í grenndinni í september......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home