Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 19, 2006

Þetta tókst barasta vel í gær. Svana sem var staðarhaldari á Kirkjubóli setti burstabæinn með mér upp á bílinn og þar með var kagginn ennþá einu sinni orðinn húsbíll. Bílstjórar óku meir að segja varlega framúr mér meðan ég var á leiðinni út í Broddanes með þennan litla bæ. Við Fanney hjálpuðumst svo að að koma honum fyrir þar sem hann á að standa og sómir hann sér vel þar. ég myndi setja hér mynd, en er ekki búin að læra það á þessarri nýju tölvu.

laugardagur, júní 17, 2006

Það hefur verið ágætur dagur þessi sautjándi Júní. 'Eg fór í aldeilis bráðskemmtilega fermingarveislu hjá henni Silju litlu Ingólfsdóttur.
Eftir það fór ég út að Kirkjubóli og vann í litlu húsasmiðjunni minni málaði og á bara eftir að setja listana framan á burstirnar og á morgun er á dagskránni að fara með húsið út í Broddanes, koma því fyrir þar sem því er ætlað að vera. fara með blóm út í kirkjugarðana á Kollafjarðarnesi og Eyri og helst hafa með mér mold og torfusnepla af því það er eitthvað svo lítið um jarðveg á þessum stöðum og ekki getur maður farið að grafa í kirkjugörðunum til að ná í mold. 'A eftir að leysa það herjans vandamál.
'Eg fékk símhringingu sem mér þótti ágætt að fá og studdi hugmyndir mínar um fáránleika ýmislega, Ættu ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir og hætta að éta hvert annað.. Refurinn var nú ekki sammála því bannsettur. Ekki ég heldur.

Hér kemur textinn minn við hamingjulagið mitt í ár.
Lagið heitir.
Strandablús

Hólmavík
er engu lík
logn og blíða - rómantík
hér vil ég lifa
hamingjudaga.

Það er hér
sem fjörið er
hér er best að skemmta sér
eiga með þér
hamingjunætur.

og þegar vorið strýkur vanga
þá mun okkur langa
að fara út að ganga
finna blómin anga
hlusta á allskyns óma
fuglasönginn hljóma
firðir og dalir
fossar og lækir.

Norðurljós,
næturkyrrð,
Sólarglit á sunnudagsmorgni.
Flóinn svo blár,
fjöllin vaka.

Hér er best
á heimaslóð
hér er best að elska og njóta
hér vil ég lifa
á Hamingjuströndum.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Það hefur verið svo margt að gera að ég hef ekki mátt vera að því að blogga kannske finnst þeim sem eru svo barnalegir að verða fúlir yfir skrifunum mínum það bara gott. en það er nú eins og með útvarpið þá er bara hægt að loka , það biður þá nú enginn að lesa bloggið mitt.
það er nú einu sinni svo að þeir sem hafa gaman af að tala um það sem þeim finnst miður fara hjá fólki og henda gaman að því, þeir eru oftast svakalega spéhræddir sjálfir.
Jæja skítt og laggó....Þar sem ég las um þetta stendur að það er líka fræðilega sannað að þeir karlar sem eru alltaf að spá í kynlíf annars fólks og klæmast með það vantar eitthvað upp á eigin getu. Grey þeir.

'Eg er búin að vera að mála fjögur auglýsingaskilti fyrir hreppinn. fyrir hamingjudaga, og baka gommu af kleinum, Sinna sýningunni í Steinhúsinu . Já og ææ nú er búið að selja það öðrum en 'Astu og Gunnari. Og munurinn á tilboðunum er ekki nema fimmhundruð og fimmtíu þúsund. Þau Ásta og Gunnar hefðu alveg borgað þrjár millur ef þau hefðu vitað að KSH væri svona fjárþurfi. Æi grey KSH.
Vonandi að nýju eigendunum farnist vel og Steinhúsið verði málað sem fyrst svo það verði sú bæjarprýði sem það hefur ekki verið í eigu kaupfélagsins.
Við handverkskellíngar finnum efalaust annan stað fyrir sýninguna okkar og handverksbúðina. og smíðarnar.