Það hefur verið ágætur dagur þessi sautjándi Júní. 'Eg fór í aldeilis bráðskemmtilega fermingarveislu hjá henni Silju litlu Ingólfsdóttur.
Eftir það fór ég út að Kirkjubóli og vann í litlu húsasmiðjunni minni málaði og á bara eftir að setja listana framan á burstirnar og á morgun er á dagskránni að fara með húsið út í Broddanes, koma því fyrir þar sem því er ætlað að vera. fara með blóm út í kirkjugarðana á Kollafjarðarnesi og Eyri og helst hafa með mér mold og torfusnepla af því það er eitthvað svo lítið um jarðveg á þessum stöðum og ekki getur maður farið að grafa í kirkjugörðunum til að ná í mold. 'A eftir að leysa það herjans vandamál.
'Eg fékk símhringingu sem mér þótti ágætt að fá og studdi hugmyndir mínar um fáránleika ýmislega, Ættu ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir og hætta að éta hvert annað.. Refurinn var nú ekki sammála því bannsettur. Ekki ég heldur.
Hér kemur textinn minn við hamingjulagið mitt í ár.
Lagið heitir.
Strandablús
Hólmavík
er engu lík
logn og blíða - rómantík
hér vil ég lifa
hamingjudaga.
Það er hér
sem fjörið er
hér er best að skemmta sér
eiga með þér
hamingjunætur.
og þegar vorið strýkur vanga
þá mun okkur langa
að fara út að ganga
finna blómin anga
hlusta á allskyns óma
fuglasönginn hljóma
firðir og dalir
fossar og lækir.
Norðurljós,
næturkyrrð,
Sólarglit á sunnudagsmorgni.
Flóinn svo blár,
fjöllin vaka.
Hér er best
á heimaslóð
hér er best að elska og njóta
hér vil ég lifa
á Hamingjuströndum.
Eftir það fór ég út að Kirkjubóli og vann í litlu húsasmiðjunni minni málaði og á bara eftir að setja listana framan á burstirnar og á morgun er á dagskránni að fara með húsið út í Broddanes, koma því fyrir þar sem því er ætlað að vera. fara með blóm út í kirkjugarðana á Kollafjarðarnesi og Eyri og helst hafa með mér mold og torfusnepla af því það er eitthvað svo lítið um jarðveg á þessum stöðum og ekki getur maður farið að grafa í kirkjugörðunum til að ná í mold. 'A eftir að leysa það herjans vandamál.
'Eg fékk símhringingu sem mér þótti ágætt að fá og studdi hugmyndir mínar um fáránleika ýmislega, Ættu ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir og hætta að éta hvert annað.. Refurinn var nú ekki sammála því bannsettur. Ekki ég heldur.
Hér kemur textinn minn við hamingjulagið mitt í ár.
Lagið heitir.
Strandablús
Hólmavík
er engu lík
logn og blíða - rómantík
hér vil ég lifa
hamingjudaga.
Það er hér
sem fjörið er
hér er best að skemmta sér
eiga með þér
hamingjunætur.
og þegar vorið strýkur vanga
þá mun okkur langa
að fara út að ganga
finna blómin anga
hlusta á allskyns óma
fuglasönginn hljóma
firðir og dalir
fossar og lækir.
Norðurljós,
næturkyrrð,
Sólarglit á sunnudagsmorgni.
Flóinn svo blár,
fjöllin vaka.
Hér er best
á heimaslóð
hér er best að elska og njóta
hér vil ég lifa
á Hamingjuströndum.
3 Comments:
At 12:25 f.h., Nafnlaus said…
Já það er gott að hafa eitthvað að gera:) mjög flottur texti, bíð bara eftir að fá svo disk:)
At 9:09 e.h., Nafnlaus said…
Iss, farðu bara að næturþeli í kirkjugarðinn með litla reku. Það er alvanalegt.
At 10:43 e.h., Nafnlaus said…
Snilldartexti
Skrifa ummæli
<< Home