Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Það hefur verið svo margt að gera að ég hef ekki mátt vera að því að blogga kannske finnst þeim sem eru svo barnalegir að verða fúlir yfir skrifunum mínum það bara gott. en það er nú eins og með útvarpið þá er bara hægt að loka , það biður þá nú enginn að lesa bloggið mitt.
það er nú einu sinni svo að þeir sem hafa gaman af að tala um það sem þeim finnst miður fara hjá fólki og henda gaman að því, þeir eru oftast svakalega spéhræddir sjálfir.
Jæja skítt og laggó....Þar sem ég las um þetta stendur að það er líka fræðilega sannað að þeir karlar sem eru alltaf að spá í kynlíf annars fólks og klæmast með það vantar eitthvað upp á eigin getu. Grey þeir.

'Eg er búin að vera að mála fjögur auglýsingaskilti fyrir hreppinn. fyrir hamingjudaga, og baka gommu af kleinum, Sinna sýningunni í Steinhúsinu . Já og ææ nú er búið að selja það öðrum en 'Astu og Gunnari. Og munurinn á tilboðunum er ekki nema fimmhundruð og fimmtíu þúsund. Þau Ásta og Gunnar hefðu alveg borgað þrjár millur ef þau hefðu vitað að KSH væri svona fjárþurfi. Æi grey KSH.
Vonandi að nýju eigendunum farnist vel og Steinhúsið verði málað sem fyrst svo það verði sú bæjarprýði sem það hefur ekki verið í eigu kaupfélagsins.
Við handverkskellíngar finnum efalaust annan stað fyrir sýninguna okkar og handverksbúðina. og smíðarnar.

4 Comments:

  • At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, grey þeir - þetta er auðvitað hið versta klúður hjá þessu blessaða félagi. Svona þurfum við að horfa upp á framhaldið - græðgina sem tröllríður öllu í samfélaginu og hefur meira að segja smitað sig úr frjálshyggjunni yfir í jafn fallega hugsun sem samvinnuhugsjónin var. Þetta er búið spil - allt fer fjandans til. Það fer að skipta meira máli að vera burtfluttur landsbyggðarmaður og þurfa á athvarfi að halda heldur en að gefa fólki tækifæri á að búa hér og vinna. Þetta er til skammar. JHG

     
  • At 11:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvaða hvaða, það kemur nú dagur eftir annan dag og skiptast á skin og skúrir. Þýðir ekkert að berja lóminn.

     
  • At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Endilega haltu áfram að berja á lóminum. Hann á það fullkomlega skilið.

     
  • At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já og kleinunar eru svo góðar!!! fór með pokana í MK og hinum konunum sem ég vinn með þótti þær MJÖG GOÐAR:)KNUS

     

Skrifa ummæli

<< Home