Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, júlí 28, 2005


það er ekki slæmt að vera hundur

Hamingja.í sólskininu

Dekurdýrið Skotta Dillirófa í fangi Honnu Siggu

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Jæja þá er nú hlutverki mínu sem galdraráðskonu á Svanshóli lokið, búið að opna Kotbýlið almenningi, við virðulega athöfn á laugardaginn í góða veðrinu. Fjöldi manns, og nokkrar myndir eru hér fyrir neðan frá opnunardeginum. Það var alveg ótrúlegt veðrið sól og hiti, og um kvöldið stóreflis tungl nærri fullt, matarveisla í hlöðunni á Svanshóli, arineldur og gítarspil og söngur, nú er einhvernvegin eins og árið sé liðið í aldanna skaut.
þetta er búið að vera frábær tími. og nú tekur við Undralandsviðgerð Árdísar .Jón Gísli er yfirsmiður, ég elda smá mat fyrir þau öðru hvoru og Hanna Sigga er komin í sumarfrí.

Sigfús fyrir klippingu

Einar G opnar húsid með lásagaldri börnin bíða spennt

Börn og fólk við opnunarathöfn kotbýlisins

Dugleg og hafa raðað í hillurnar i afgreiðsluskúrnum

Galdramadurinn vid kotbyli sitt

Atlason þrumar yfir lýðnum, Kotbýlið í baksýn

Sigfús Snævar snemma dagsins að halda ræðu Jón Valur, Brianna og Lói hlusta á.

Jón Valur Hugsi

Sól á Svanshóli

sunnudagur, júlí 17, 2005

Jæja þá er nú liðin rúmlega ein vika frá síðasta bloggi og margt hefur skemmtilegt skeð. Kotbýliskuklarar vinna eins og berserkir því á næstu helgi verður opnað. það er smíða ,málningar,tölvuvinna, þökulagningar, skítmokstur ,steypa, áhaldagerð ( eldhúsáhöld) ( ég er í því), beinaleit og annarra muna, og eldamennska sem fer fram í eldhúsinu á Svanshóli og ég sé um. Það virðist svo sem laugardagar séu orðnir fastir rigningardagar og roks. Í gær var bryggjudagur á Drangsnesi og mikið til þess vandað eins og sjá má í myndum og máli á Strandir.is, Veður guðirnir ruku þó upp með rigningu og hvassviðri síðdegis, alveg er ég hneyksluð á þeim. Ég fékk það hlutverk að spila á harmonikku frá kl hálf eitt til tvö, meðan fólkið fékk sér mat af sjávarréttahlaðborði. það var þokkalega þurrt veður á meðan, á eftir mér var flott unglingahljómsveit sem ber nafnið "Hölt Hóra "og samanstendur af ungum drengjum sem vita nú varla hvað Hóra þýðir,, Vegna þessa kom upp þessi sérstaki húmor sem Jón Alfreðsson "Æðsti"er svo þekktur fyrir og ég segi nú eins og "Gamli "þ.e. Þórður heitinn á Undralandi sagði svo oft,´:" Ég sá hvað hann hugsaði strákurinn" Jón var ekki í rónni fyr en hann kom til mín og spurði "ert þú hljómsveitin? muhooo, Honum líkt.
Og fyrst minnst er á Undraland þá er Árdís mín orðin þar landeigandi. Og í gær voru þau þar Jón Gísli, smíðasnillingurinn okkar, Brynja, Addi Tryggva, og Árdís í hífandi helvítis roki og rigningu að skipta ú þak á húsinu, Svo bætttist Nonni Villa í hópinn, Svana sendi stóran bakka með allskyns kræsingum og ég bögglaðist við að elda kvöldmat og laga kaffi. Nú svo verður haldið áfram í dag veðrið er aðeins betra.

miðvikudagur, júlí 13, 2005


Glaðleg rúlla við vegamótin að Heiðarbæ og Miðdalsgröf

Sama vedrid

Skrítna svarta veðrið á sunnudeginum 10 júlí 2005

laugardagur, júlí 09, 2005


Kattarforsmánin nýtur lífsins. Kisa loksins heima á Höfðagötunni

þrír ólátabelgir Jón Gísli, Lovísa Rut,og'AsdísJónsdætur

föstudagur hamingjan

föstudagur, júlí 08, 2005

Það er langur tími liðinn. og málningar og skreytingarvikan fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þAR Voru allir á KAFI í smíðum og æfingum og skipulagningu og bakstri. Ég bakaði 400 kleinur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu með kaffinu í Strandakúnstartjaldinu. Jóna kom og hjálpaði mér eins og frelsandi engill og steikti meðan ég sat og flatti út og sneri við. ég hefði hreinlega steindrepist við þetta ef hún hefði ekki komið. öðruvísi mér áður brá....Addi og Hildur komu og Tómas og Brynjar, þau voru hjá mér sváfu uppi og Skotta d. var alveg alsæl
og hefur verið það síðan og er orðin reglulegur heimaköttur. Ég sagaði út strumpana sem voru í garðinum og festi þá við innkeyrsluna flottir þar. og sagaði ofan af tveimur bláum tunnum og þar eru þær líka með blómum í.
Tómas og Brynjar voru að hjálpa mér að saga strumpana út og svo söguðum við dvergahús og tvö blóm sem Tómas hjálpaði mér að mála. við stungum dvergahúsunum hér og þar í Klifið og tréblómunum í bláu blómapottana. Á laugardagsmorgunninn fór ég í morgunmat hjá Ester og Jóni úti í féló mmmmmmm ef maður hefði nú getað fengið sér af öllu því sem þar var á boðstólumm, þvílíkir snillingar þessar elskur. Á laugardagskvöldið spilaði ég á nikku á Kópnesinu en þangað fór skrúðganga frá galdrasafninu. og allir sungu og sungu. við Ásdís Leifs ætluðum að vera flottar á því og spila á gítarana okkar , en ekki tókst betur til en svo að það slitnaði strengur hjá henni strax í upphafi og minn neitaði algjörlega að vera úti og varð ramfalskur.
Dagskrá dagsins á útipalli fór vel fram í logni og hlýju veðri. og dúndrandi rigningarskúrum nánast skýfalli en áhorfendur stóðu sig vel og sóttu sér regnslár og regnhlífar. þetta voru stórgóð atriði öll. en persónulega fannst mér mest gaman að Hemúlnum og Hörpu þau eru óvenjuleg og kröftug og öðruvísi. "Upp með Jesús", "Niður með Satan" þrumaði Hemúllinn Hefði átt að verða prestur. það hef ég alltaf sagt.
Á sunnudagsmorguninn hafði veðrið breyttst, orðið kaldara og hvasst. Fyrst fór ég í morgunverðarhlaðborðið hjá Ester og Jóni . Í kaffinu fór ég í kaffihlaðborð á Sævangi.
Það var flott að vanda .

föstudagur, júlí 01, 2005


Hér eru Sólin. Himininn. Stjarna og tungl og draumabíllinn hans Danna

Og hér eru Jón Glói og Jón Lærði og verndarstafurinn ægishjálmur.

Hér eru Galdra Manga,Galdra Imba og Galdrasafnið?

í litluþorpi býr......

'A sjó