Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 17, 2005

Jæja þá er nú liðin rúmlega ein vika frá síðasta bloggi og margt hefur skemmtilegt skeð. Kotbýliskuklarar vinna eins og berserkir því á næstu helgi verður opnað. það er smíða ,málningar,tölvuvinna, þökulagningar, skítmokstur ,steypa, áhaldagerð ( eldhúsáhöld) ( ég er í því), beinaleit og annarra muna, og eldamennska sem fer fram í eldhúsinu á Svanshóli og ég sé um. Það virðist svo sem laugardagar séu orðnir fastir rigningardagar og roks. Í gær var bryggjudagur á Drangsnesi og mikið til þess vandað eins og sjá má í myndum og máli á Strandir.is, Veður guðirnir ruku þó upp með rigningu og hvassviðri síðdegis, alveg er ég hneyksluð á þeim. Ég fékk það hlutverk að spila á harmonikku frá kl hálf eitt til tvö, meðan fólkið fékk sér mat af sjávarréttahlaðborði. það var þokkalega þurrt veður á meðan, á eftir mér var flott unglingahljómsveit sem ber nafnið "Hölt Hóra "og samanstendur af ungum drengjum sem vita nú varla hvað Hóra þýðir,, Vegna þessa kom upp þessi sérstaki húmor sem Jón Alfreðsson "Æðsti"er svo þekktur fyrir og ég segi nú eins og "Gamli "þ.e. Þórður heitinn á Undralandi sagði svo oft,´:" Ég sá hvað hann hugsaði strákurinn" Jón var ekki í rónni fyr en hann kom til mín og spurði "ert þú hljómsveitin? muhooo, Honum líkt.
Og fyrst minnst er á Undraland þá er Árdís mín orðin þar landeigandi. Og í gær voru þau þar Jón Gísli, smíðasnillingurinn okkar, Brynja, Addi Tryggva, og Árdís í hífandi helvítis roki og rigningu að skipta ú þak á húsinu, Svo bætttist Nonni Villa í hópinn, Svana sendi stóran bakka með allskyns kræsingum og ég bögglaðist við að elda kvöldmat og laga kaffi. Nú svo verður haldið áfram í dag veðrið er aðeins betra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home