Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Jæja þá er nú hlutverki mínu sem galdraráðskonu á Svanshóli lokið, búið að opna Kotbýlið almenningi, við virðulega athöfn á laugardaginn í góða veðrinu. Fjöldi manns, og nokkrar myndir eru hér fyrir neðan frá opnunardeginum. Það var alveg ótrúlegt veðrið sól og hiti, og um kvöldið stóreflis tungl nærri fullt, matarveisla í hlöðunni á Svanshóli, arineldur og gítarspil og söngur, nú er einhvernvegin eins og árið sé liðið í aldanna skaut.
þetta er búið að vera frábær tími. og nú tekur við Undralandsviðgerð Árdísar .Jón Gísli er yfirsmiður, ég elda smá mat fyrir þau öðru hvoru og Hanna Sigga er komin í sumarfrí.

1 Comments:

  • At 7:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æðislega gaman að fá sjá myndir og lesa blogg! :) Kossar og knús.

     

Skrifa ummæli

<< Home