Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 08, 2005

Það er langur tími liðinn. og málningar og skreytingarvikan fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þAR Voru allir á KAFI í smíðum og æfingum og skipulagningu og bakstri. Ég bakaði 400 kleinur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu með kaffinu í Strandakúnstartjaldinu. Jóna kom og hjálpaði mér eins og frelsandi engill og steikti meðan ég sat og flatti út og sneri við. ég hefði hreinlega steindrepist við þetta ef hún hefði ekki komið. öðruvísi mér áður brá....Addi og Hildur komu og Tómas og Brynjar, þau voru hjá mér sváfu uppi og Skotta d. var alveg alsæl
og hefur verið það síðan og er orðin reglulegur heimaköttur. Ég sagaði út strumpana sem voru í garðinum og festi þá við innkeyrsluna flottir þar. og sagaði ofan af tveimur bláum tunnum og þar eru þær líka með blómum í.
Tómas og Brynjar voru að hjálpa mér að saga strumpana út og svo söguðum við dvergahús og tvö blóm sem Tómas hjálpaði mér að mála. við stungum dvergahúsunum hér og þar í Klifið og tréblómunum í bláu blómapottana. Á laugardagsmorgunninn fór ég í morgunmat hjá Ester og Jóni úti í féló mmmmmmm ef maður hefði nú getað fengið sér af öllu því sem þar var á boðstólumm, þvílíkir snillingar þessar elskur. Á laugardagskvöldið spilaði ég á nikku á Kópnesinu en þangað fór skrúðganga frá galdrasafninu. og allir sungu og sungu. við Ásdís Leifs ætluðum að vera flottar á því og spila á gítarana okkar , en ekki tókst betur til en svo að það slitnaði strengur hjá henni strax í upphafi og minn neitaði algjörlega að vera úti og varð ramfalskur.
Dagskrá dagsins á útipalli fór vel fram í logni og hlýju veðri. og dúndrandi rigningarskúrum nánast skýfalli en áhorfendur stóðu sig vel og sóttu sér regnslár og regnhlífar. þetta voru stórgóð atriði öll. en persónulega fannst mér mest gaman að Hemúlnum og Hörpu þau eru óvenjuleg og kröftug og öðruvísi. "Upp með Jesús", "Niður með Satan" þrumaði Hemúllinn Hefði átt að verða prestur. það hef ég alltaf sagt.
Á sunnudagsmorguninn hafði veðrið breyttst, orðið kaldara og hvasst. Fyrst fór ég í morgunverðarhlaðborðið hjá Ester og Jóni . Í kaffinu fór ég í kaffihlaðborð á Sævangi.
Það var flott að vanda .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home