Það er allt svo einkennilegt í dag, Núna er t.d. blankalogn og gott veður. Ég vaknaði eldsnemma í morgun og, núna er ég búin að hanga yfir sjónvarpinu í allt kvöld. þar til Jón og Ester komu og kíktu inn áðan, og ég reif mig upp úr sjónvarpsglápinu og gæti nú alveg farið út að labba eða eitthvað. Maður ætti aldrei að leggjast í svona gláp nema að vandlega yfirveguðu ráði og þá í einhverjum félagsskap til að geta rætt um efnið við einhvern annan en kattarskarnið. hann er svo takmarkaður og segir ekkert nema mjaaaá alltaf. nú seinnipartinn fór ég í fuglaskoðunarferð og sá þennan undarlega fugl sem er á vappi á leiðinni út á Bassastaði...Risakvikindi eins og stór rolla með svart risa stél og langan háls grátt að lit... merkilegt..og svo sá ég líka stóran fálka sem sat neðan við götuna og var búinn að reyta bringuna á stærðar fugli sem lá á bakinu og fálkinn sat á honum og var að éta kjötið af bringunni, eins og í verstu glæpamynd, fiðrið var hvítt sem er þarna út um allt en svart fiður á bakinu á líkinu og gular lappir, ég sá þetta í kíki. svona hálfgerðum fuglakíki..... viðbjóðslegt....Á morgun ætlar kvennakórinn að syngja, og svo er leiksýning annað kvöld og, ..... nú er ekkert að gera annað en fara að sofa...eins gott að mann dreymi vel.
fimmtudagur, apríl 30, 2009
mánudagur, apríl 27, 2009
Það er ekki mikið að segja , það er svo mikið um að vera hér á Hólmavík að það er lítið annað að gera en að elta uppi alla viðburði svo maður verði ekki föst við þægilega stólinn heima hjá sér og fari ekki út úr húsi. Ég kláraði vettlingaævintýrið fyrir sumardaginn fyrsta og veit nú ekki hvað ég á að gera afganginn af árinu......Jú jú ég hélt áfram við að prjóna og er nú búin að bæta við þessi hundrað vettlingapör það eru komin fimm í viðbót.það er svo gott að prjóna á fyrirlestrum og leikæfingum og sýningum. ég er eins og eg veit ekki hvað með þessa prjóna, kunni nú samt ekki við að prjóna á páskunum í messunni, það eru kannske smá takmörk.
annars held ég að Jesú hefði verið sama. Ég hef svosem aldrei skilið að það hafi verið svona flott af Guði að láta krossfesta hann, og að það hafi verið til góðs fyrir okkur, bara viðbjóðslegt því ég held að Jesú hafi verið einn af góðu köllunum og hafði auk þess lækningahæfileika og predikaði kærleika það olli öfund hjá mörgum og svo var hann ekki fyrir peningabraskið sem var ekki minna þá en nú og kannske hefur það spilað eitthvað inn í þessa krossfestingu.
Það var eftirtektarvert að eftir leiksýninguna í gær voru leikendurnir að grínast með að þau vissu nú ekki hvað þau ættu að gera á kvöldin á næstunni, en datt í hug að mæta bara heim til Adda og Hildar því honum hlyti að leiðast að hafa lokið hlutverki sínu sem leikstjóri. öllu gríni fylgir nú nokkur alvara, þau hafa lagt á sig alveg ómælda vinnu við æfingarnar núna í langan tíma. alveg ótrúlega dugleg.
Næst eru tónleikar skólabarnanna og yoganámskeiðið, og fuglanámskeið ef fæst þáttaka. Ég fór með verkfærin mín niður í Höfða í gær til að fara að smíða en datt í að taka til,, kannske tekst mér að byrja í dag.
ég fæ í mig hroll þegar ég hugsa til þess hvað þarf að gera hér í garðinum, hann er viðbjóður eftir veturinn alveg fullur af fokrusli.
Og svo þarf að fara með bílinn í skoðun og ég er með minnimáttarkennd út af því að
vera. ....Vera hvað? jaaaá vera ekki á margra milljóna sportjeppa á myntkörfuláni..jaaaá. einmitt svoleiðis.
annars held ég að Jesú hefði verið sama. Ég hef svosem aldrei skilið að það hafi verið svona flott af Guði að láta krossfesta hann, og að það hafi verið til góðs fyrir okkur, bara viðbjóðslegt því ég held að Jesú hafi verið einn af góðu köllunum og hafði auk þess lækningahæfileika og predikaði kærleika það olli öfund hjá mörgum og svo var hann ekki fyrir peningabraskið sem var ekki minna þá en nú og kannske hefur það spilað eitthvað inn í þessa krossfestingu.
Það var eftirtektarvert að eftir leiksýninguna í gær voru leikendurnir að grínast með að þau vissu nú ekki hvað þau ættu að gera á kvöldin á næstunni, en datt í hug að mæta bara heim til Adda og Hildar því honum hlyti að leiðast að hafa lokið hlutverki sínu sem leikstjóri. öllu gríni fylgir nú nokkur alvara, þau hafa lagt á sig alveg ómælda vinnu við æfingarnar núna í langan tíma. alveg ótrúlega dugleg.
Næst eru tónleikar skólabarnanna og yoganámskeiðið, og fuglanámskeið ef fæst þáttaka. Ég fór með verkfærin mín niður í Höfða í gær til að fara að smíða en datt í að taka til,, kannske tekst mér að byrja í dag.
ég fæ í mig hroll þegar ég hugsa til þess hvað þarf að gera hér í garðinum, hann er viðbjóður eftir veturinn alveg fullur af fokrusli.
Og svo þarf að fara með bílinn í skoðun og ég er með minnimáttarkennd út af því að
vera. ....Vera hvað? jaaaá vera ekki á margra milljóna sportjeppa á myntkörfuláni..jaaaá. einmitt svoleiðis.
föstudagur, apríl 03, 2009
Það er allt gott að frétta af vettlingaprjóni, og öðru prjóni , ætla að nota páskana til að vinna, er það ekki við hæfi? Mig á samt eftir að langa til að gera eitthvað alveg sérstakt til skemmtunar, það er alltaf svoleiðis á þessum fjárans hátíðisdögum....hver var að tala um að halda pollyönnuheilkenninu, var það ekki Lukka.... Andleg heilsa mín á skalanum einn til tíu, þ.e góð...geðveik....reyndist við skoðanakönnun frá gallup vera á bilinu átta til níu og það er nú ekki álitlegt, hjá virðulegri 19 ára gamalli konu .