Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, apríl 27, 2009

Það er ekki mikið að segja , það er svo mikið um að vera hér á Hólmavík að það er lítið annað að gera en að elta uppi alla viðburði svo maður verði ekki föst við þægilega stólinn heima hjá sér og fari ekki út úr húsi. Ég kláraði vettlingaævintýrið fyrir sumardaginn fyrsta og veit nú ekki hvað ég á að gera afganginn af árinu......Jú jú ég hélt áfram við að prjóna og er nú búin að bæta við þessi hundrað vettlingapör það eru komin fimm í viðbót.það er svo gott að prjóna á fyrirlestrum og leikæfingum og sýningum. ég er eins og eg veit ekki hvað með þessa prjóna, kunni nú samt ekki við að prjóna á páskunum í messunni, það eru kannske smá takmörk.
annars held ég að Jesú hefði verið sama. Ég hef svosem aldrei skilið að það hafi verið svona flott af Guði að láta krossfesta hann, og að það hafi verið til góðs fyrir okkur, bara viðbjóðslegt því ég held að Jesú hafi verið einn af góðu köllunum og hafði auk þess lækningahæfileika og predikaði kærleika það olli öfund hjá mörgum og svo var hann ekki fyrir peningabraskið sem var ekki minna þá en nú og kannske hefur það spilað eitthvað inn í þessa krossfestingu.

Það var eftirtektarvert að eftir leiksýninguna í gær voru leikendurnir að grínast með að þau vissu nú ekki hvað þau ættu að gera á kvöldin á næstunni, en datt í hug að mæta bara heim til Adda og Hildar því honum hlyti að leiðast að hafa lokið hlutverki sínu sem leikstjóri. öllu gríni fylgir nú nokkur alvara, þau hafa lagt á sig alveg ómælda vinnu við æfingarnar núna í langan tíma. alveg ótrúlega dugleg.

Næst eru tónleikar skólabarnanna og yoganámskeiðið, og fuglanámskeið ef fæst þáttaka. Ég fór með verkfærin mín niður í Höfða í gær til að fara að smíða en datt í að taka til,, kannske tekst mér að byrja í dag.
ég fæ í mig hroll þegar ég hugsa til þess hvað þarf að gera hér í garðinum, hann er viðbjóður eftir veturinn alveg fullur af fokrusli.
Og svo þarf að fara með bílinn í skoðun og ég er með minnimáttarkennd út af því að
vera. ....Vera hvað? jaaaá vera ekki á margra milljóna sportjeppa á myntkörfuláni..jaaaá. einmitt svoleiðis.

3 Comments:

  • At 1:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Knús, knús elsku Snúllan mín.

    Sólarkveðjur úr Firðinum

     
  • At 7:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með alla vettlingana þína sem þú ert búin að prjóna, og mamma þú ert alveg miljón:) og haltu áfram að vera það:) P. S.kveðja frá mér til þín:) Hanzka:

     
  • At 11:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk takk

     

Skrifa ummæli

<< Home