Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 28, 2008



Þarna er leyndarmálið upplýst það eru fæturnir á Gummó sem eru í hvítu sokkunum og þarna er hópur ungra hljómlistarmanna og kvenna. Gummó, Agnes, Árdís,Jón Örn, Árný, Jakob og Jón Gústi. Dularfulla veran í appelsínugulu peysunni er hinsvegar hvergi sjáanleg.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008



Þessi er tekin fyrir nokkrum árum og alltaf er verið að spila og syngja Addi, Jón Örn og Árdís
Sjá myndina af þeim fyrir neðan.
Set hér inn bloggfærslu sýnishorn frá jólaundibúningi okkar Hönnu Siggu frá aðfangadegi 2002.

Aðfangadagur jóla anno 2002.. Dásamlegt. þetta er alltaf svo spennandi. Við Hanzka fórum í Jólaskap strax kl átta . og hún og Lukka skipulögðu daginn . Ég skipulegg ekki. Ekki ræða það það verður alltaf einhvert klúður. Í staðin verð ég að þola ýmislegt ,,,Ertu búin að taka þetta til...gleymirðu ekki skónum .... síminn þinn er inni á borði... varstu ekki búin að hlaða hann.. hvar eru kortin ... þú gleymdir að klippa mig ... veistu hvað klukkan er.... þú ætlar að sýna mér þarna í tölvunni ... ætluðum við ekki út í kaupfélag NÚNA...... og það allra fyndnasta..... Ég ætla í bað núna meðan þú ferð með kortin sem eftir voru....Svo þegar ég kom aftur..... Nú getur þú farið í bað mamma mín.... en veistu Sturtuhausinn datt í sundur slangan er eins og smokkfiskur...Ég var teymd inn á bað til að sjá þetta skelfilega fyrirbæri.. Alveg sama hvernig ég reyndi að sannfæra hana um að slangan væri búin að vera ónýt lengi og það væri allt í lagi... Næst var ég rekin í bað... Þú verður að fara að fara í baðið ef víð eigum að vera komnar heim í Steinó fyrir kl 6 . Ég lét renna í og skveraði mér ofaní...ííííííííííí ískalt. Með tiheyrandi óhljóðum skrúbbaði ég á mér boddíið og fór svo eldhress uppúr. Og heim vorum við komnar kl hálf sex. Hlustuðum á messuna yfir rjúkandi hangiketinu og appelsínudesert á eftir að hætti mömmu. Settumst svo fram í nýmálaða og stóra og breytta stofuna og opnuðum gjafirnar okkar.. Þær voru alveg stórkostlegar.... þetta hefur semsagt verið jólin sem við Svana tókum niður hornherbergið sem ég smíðaði forðum í stofuhorninu fyrir Adda.

þriðjudagur, nóvember 25, 2008



Það er Metallica program í gangi og musiserað af kynngikrafti. Hard rock time... Árdís og Jón Örn.


Amma og Tómas Andri sem ömmu þykir afar vænt um.

sunnudagur, nóvember 23, 2008



og nú heitir Lilli semsagt Egill Arnarsson. Rammíslenskt og gott nafn.

Á eftir skírninni var glæsileg veisla í Sævangi og Síðan fóru þeir sem komu sunnan að að fara suður aftur og við hin aftur í Hólmavík og Kollafjörð.

Hvað skyldi nú Lilli verða látinn heita???

Það er nú aldeilis gaman hjá Brynjari að halda á Lilla nýfæddum. Amma Sveinfríður hjálpar til.


Það á að skíra litla manninn í dag.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Það er gott veður..andlausasta setning sem til er.. Það er margt um að vera á Hólmavík. fyrst var karókíkeppnin það tók heila viku í undirbúning. Svo var matvinnsla sem ég sniglaðist í kring um og gerði ekki neitt , nú það eru föndurdagar á þriðjudögum þar sem ég geri heldur ekki neitt. Ég er að snuddast um með undirskriftasöfnun- Við viljum fá vegrið út með Kollafirði á Ströndum norðanverðum. Það er til fólk hér á Ströndum sem spyr:", hvað er það ?!! von að það spyrji, þetta er samt til víða annarsstaðar á landinu og er til öryggis !!!!!
Það var þing um húmor hér í þróunarsetrinu og á Riis..Sumir vita ekki heldur hvað er húmor og halda að það sé einhver tegund af mat sem Bára býr til. En þetta var bráðskemmtilegt.
Síðan var Kolaport í félagsheimilinu. allir komu með kompudót og allskonar muni. Það var líka bráðskemmtilegt, Og mannfjöldinn ótrúlegur það var samt fullt af heilsugæsluliðinu héðan suður á landi í mat og djammi, Ég er handviss um að það var miklu skemmtilegra hér.
Ég reyndi að selja nýja gítarinn minn og Gogga, ég á ennþá gítarinn ,en Goggi flaug vestur í Djúp. ég seldi samt stóran kertastjaka fyrir sex sprittkerti, tvöfaldan disk með Bó Hall og peysu.
Ég er hrædd um að ég hafi móðgað Ása, en það var af ásettu ráði og í hefndarskyni, hann kom og sagði að það hlustaði enginn heilvita maður á gaulið í Bjögga. og það fauk í mig og svaraði að það væri þó betra en eitthvert helvítis harmonikkugaul. Ég get svosem sagt svona af því ég spila sjálf á áðurnefnt hljóðfæri.
Nú er allt hvítt úti og það er lítill bátur að koma að bryggju.
Í gær var svo dagur íslenskrar tungu og Ester var með uppistand í tilefni af því á bókasafninu, Addi leiklas frumsamda sögu fyrir börnin, og Jón las kvæðið Ferðalok og sagði frá skáldinu Jónasi. Það var fallegt.
í dag er föndurdagur og ég held áfram að gera ekki neitt.
Næsta sunnudag á að skíra lilla Snæberg þá verður glatt á hjalla hjá Hildi og Adda og strákunum og öllum sem þangað koma.

Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson
eitthvert fallegasta ástarljóð sem ort hefur verið.

Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.

Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.

Sökkvi eg mér
og sé ég í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.

Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.

Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
einn af öðrum,
og að öllu dáðist,
og greipst þá aftur af.

Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún;
alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.

Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkarn skildu;
dögg það við hugðum
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.

Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi,
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.

Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.

sunnudagur, nóvember 09, 2008

það er ekki margt að gerast og samt er alltaf eitthvað að gerast, það er vorveður hér á Hólmavík

þriðjudagur, nóvember 04, 2008



Er ekki svona lítil mannvera mesta undur lífsins?

Svo saklaus og yndisleg.

Nú eru þau komin heim , og hann er ekki nema sex daga gamall.

Og ég fékk að halda á honum.

Það var afar notalegt.

laugardagur, nóvember 01, 2008

það rer bjart veður og kalt og var rok í nótt en er allt orðið autt


Hér er kominn nýfæddur Hildar og Addastrákur alveg dásamlegur og fallegur amma mjög stolt af honum hann fæddist 28 október og var við fæðingu 17 merkur og 54sentimetrar.