Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Sunnudagsmorgunn..eins og Bjarni Ómar og Kristján Sigurðsson sungu svo flott í gærkvöldi.. alveg var (hvað segir unga fólkið) geeeeðveikt gaman á þessu menningar og listakvöldi skólans. Ég á bara ekki orð til að lýsa því hvað mér fannst gaman...Flott, æðislegt, geggjað, frábært, meiriháttar...Stemmingin, og allt. Öll þessi tónlist oh dásamlegt, Spunameistarar leikfélagsins Bjarki Þórðar og Úlfar Hjartar fóru aldeilis á kostum. Listamaðurinn Bergur Thorberg með kaffimyndirnar sínar. rosalega hefði ég nú viljað eiga fyrir einni mynd. en ekki ber að sýta það.
Mikið rosalega þykir mér vænt um allt þetta fólk, og mikið rosalega erum við heppin hér á Hólmavík að hafa nappað Bjarna og fjölskyldu hingað frá Raufarhöfn , Og Stefaníu, Ég skil vel að Raufarhafnarbúar sitji með sárt ennið (nú eða Súrt eins og ein kfrænka mín sagði hér í den) og syngi um Ó-vinabæinn fyrir vestan.
Nú óskum við bara að Nonni Halldórs brilleri með lagið sitt í Skagafjarðarkeppninni. í gærkvöldi heimtaði salurinn að hann tæki
lagið Strandamenn, og það stóð nú ekki á því..
Það er held ég ekkert til eins gott fyrir geðheilsuna eins og söngur og spil.
Og það er alltaf eitthvað að gerast skemmtilegt .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home