Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, júlí 05, 2003

Minningargreinin: IN MEMORIAN : Hún þvoði og þvoði og þvoði þvotturinn varð alltaf snjóhvítur (lika bláar gallabuxur sem ég átti) Það var hreinasta unun að þvo í henni þar til allt í einu í gær. þegar átti að fara að vinda þvottinn upphófst þvílíkur hávaði að það var eins og allir sálir fordæmdra í víti væru búnir að stofna kór og hljómsveit, allar hugsanlegar tegundir af væli, skerandi ískur högg og smellir að ég sem lá í rólegheitum og var að lesa, rauk upp og hélt að heimsendir væri skollinn á. Síðan grafarþögn....Mjög áhrifaríkt. Þegar é gáði var gúmmíhringurinn sem er stolt hverrar þvottavélar allur í kuðli og lokan dottin af. svo þar sem hún var orðin eld, eld, eld gömul og búið að henda henni fyrir aðra fínni þegar ég klófesti hana fyrir þremur árum. þá fékk hún bara eilífðarhvíld
BASTA og Hananú

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home