Það er greinilega komið sumar, allt að grænka og sauðburður á fullri ferð. sumarið og Þórhildur,Skúli og börnin komin að Víðidalsá, Búið að ferma 8 börn í Hólmavíkurkirkju í gær, þar á meðal hana Agnesi mína Jónsdóttur. Það var reglulega falleg athöfn og þetta unga fólk stórglæsilegt,og óska ég þeim öllum til hamingju. Björk er komin frá indíánunum í vinnu hjá galdrasafninu og leigir aftur hjá mér herbergi með vaski. Ég rúllaði til Reykjavíkur síðasta miðvikudag, Var þar við útför Kjartans. Við HannaSigga komum svo norður á fimmtudagskvöldið og Tómas og Silja Dagrún með okkur úr Borgarnesi. Á laugardaginn fórum við svo til Siglufjarðar að vera við útför Sigfúsar. Komum síðan til baka um kvöldið.
Svo var fermingarveisla Agnesar í gær. Árdís mín kom líka sunnan að og HarpaHlín og Hinrik kærastinn hennar. Jón Gústi annar og Lára komu líka heim. Haddý og Kiddi og stelpurnar komu líka norður og fleiri og fleiri. Það er búið að vera gæða veður í gær og dag.
Lukka keypti sér vita í Reykjavík og ég setti hann út í garð í gær, þetta er lítill og laglegur hálfviti.
Svo var fermingarveisla Agnesar í gær. Árdís mín kom líka sunnan að og HarpaHlín og Hinrik kærastinn hennar. Jón Gústi annar og Lára komu líka heim. Haddý og Kiddi og stelpurnar komu líka norður og fleiri og fleiri. Það er búið að vera gæða veður í gær og dag.
Lukka keypti sér vita í Reykjavík og ég setti hann út í garð í gær, þetta er lítill og laglegur hálfviti.
2 Comments:
At 9:28 f.h., Nafnlaus said…
Takk fyrir alla helgina og síðustu daga mamma mín, Vitinn er rosa flottur:)
At 11:43 f.h., Little miss mohawk said…
Til að laga SMSið í símanum, þá ferðu inní "Write Message", eins og þú sért að fara að skrifa skilaboð, þá kemur upp valmöguleiki "Options" sem þú velur og þar inn í finnurðu eh sem heitir "Dictionary" og það þarf að vera OFF, og þá ætti þetta nú að vera komið í lag :)
Skrifa ummæli
<< Home