Mikið vatn runnið til sjávar síðan við fórum í ferminguna á Bíldudal...Alveg geggjað "MIKIÐ Að Gera Sumar" samt mjög einkennilegt sumar það einkennist hjá mér af því að saga einn og hálfan fingur á hægri í dulitla kjötkássu, sem snillingnum Halldóri Jónssyni lækni tókst að bródera saman þannig að þeir duttu ekki af. og nú eru þeir grónir, og geta tekið þátt í daglega lífinu. í Gær fór ég og spilaði á nikku í Laugarhól fyrir fullt af skemmtilegu fólki ,ég hafði gottaf þessu, og fólkið söng og dansaði heilmikið. Akureyringar.. búið að vera viðburðasumar.
Gummó mín og Hlynur giftu sig. Við héldum ættarmót afkomendur afa og ömmu á Gil. Addi og Hildur giftu sig. og Árný Huld og Baldvin létu skíra litlu manneskjuna Hrafnhildi Söru.
Ég hélt upp á fimmtíuára Harmonikkuballsafmæli í Bragganum á Ættarmótinu , ég spilaði á 17. júní og sjómannadegi þar 1959...ég fíla mig eins og algjöran forngrip (dýrmætan) þrátt fyrir alla skandala. eða kannske vegna þeirra.... Tobba mín sagði alltaf að það væri betra að vera doldið klikk fólki liði miklu betur...Hún var að öllum öðrum ólöstuðum besta manneskja sem ég hef kynnst..blessuð sé minning hennar.
Gummó mín og Hlynur giftu sig. Við héldum ættarmót afkomendur afa og ömmu á Gil. Addi og Hildur giftu sig. og Árný Huld og Baldvin létu skíra litlu manneskjuna Hrafnhildi Söru.
Ég hélt upp á fimmtíuára Harmonikkuballsafmæli í Bragganum á Ættarmótinu , ég spilaði á 17. júní og sjómannadegi þar 1959...ég fíla mig eins og algjöran forngrip (dýrmætan) þrátt fyrir alla skandala. eða kannske vegna þeirra.... Tobba mín sagði alltaf að það væri betra að vera doldið klikk fólki liði miklu betur...Hún var að öllum öðrum ólöstuðum besta manneskja sem ég hef kynnst..blessuð sé minning hennar.