Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, mars 11, 2009

Takk fyrir commentin Ekki vil ég númeina að ég sé þúsundþjalasmiður ,kannske þúsund fjala smiður en mér líður obboðslega vel með hamar í hægrihendinni og nagla í hinni ogsvo bangbang... og allskonar verkfæri til að klambra með eða mála...dásamlegt....
En dagurinn í dag ...Já ...þetta er dagurinn þegar ótti og hræðileg skelfing hélt innreið sína í litlu kattahjörtun á Höfðagötu 7......Þarna eftir frekjuköst morgunsins þar sem Olli (Ólíver) gat ekki nagað nema harðfiskbitann sem Lúlli (Lúsífer) átti og reif hann af honum sama hvað ég kattaamma þeirra reifst og skammaði Olla...kom að því að ég fór út og gaf smáfuglunum sem mér er annars ekki vel við því þeir skíta svo mikið.
Þetta var soldið tvírætt því ég var með þessu að skemmta kattarbjánunum litlu og lofa þeim að dást að fuglunum út um eldhúsgluggann, og ímynda sér að þegar þeir verða stórir þá fá þeir að fara út og veiða svona fugla, já það var mikill spenningur þarna við eldhúsgluggann,og harðfiskurinn gleymdist alveg. Ég sat og prjónaði vettlinga og las í ævisögu Ólafs landlæknis, og sötraði morgunmatinn minn allt í einu...
Þá....Allt í einu upphófst þetta svakalega urr og aaaaááá´mjaaaaááááurrrrhvæs, og ég leit upp og sá kvikindin höfðu margfaldast að stærð skottin ein og tófuskott og þarna sátu þeir hvæsandi og urrandi og horfðu á stóran gulbröndóttan kött sem kíkti inn um gluggann og var að sjálfsögðu að athuga með fuglana í leiðinni. þetta var annaðhvort Enter eða Katla mamma hans.
Þeir litlu hafa ekki náð sér aftur og umgangast nú hvorn annan með mikilli varúð með hárin rísandi á bakinu og úfin skott, hvæsandi og urrandi og skelfingin skín úr augunum á þeim....Púff.. það er vandi að vera lítill kisi..og horfa á heiminn í gegn um gler.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home