Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, mars 08, 2009

Sumarbústaðaferðin okkar Steinadalskvenna 27.-28.-og 1 marsw var vægast sagt alveg dásamleg , akkúrat það sem ég þurfti til að hlaða batteríin, þetta var svoooo notalegt og gaman, veðrið lék sér við okkur, Flyksukafald í logni á leiðinni suður,og síðan bjart. Tunglið örmjó rönd sem hallaðist einkennilega á bumbuna, og risastjarnan Venus hékk fyrir ofan það. Heiti potturinn var við suðumark komukvöldið , Ég gat nú samt ekki annað en velt því fyrir mér hvort tunglið og þessi stjarna væri eins skrítin séð frá Ströndum. Egill var aðalstjarnan okkar og vart greinilega mjög sáttur við það. Við fórum í gönguferðir og prjónuðum, saumuðum og sungum og dönsuðum og borðhaldið var algjört æði Árdís matreiðslumeistari og ég með mitt skyr og salat, HannaSigga klifraði upp í eitt lítið tré, tókum myndir og það eru nokkrar komnar á fésbókina.
það ver ekki fyrr en heim var komið sem veðrið versnaði.
Nú er búið að vera undirbúningstörn fyrir Góugleði ársins,
'Eg fékk þann heiður að vinna sviðsmyndina og mála hana og fullt af bílum og vinnuvélum og mótmælaskiltum. Þetta var gaman og nefndarkarlarnir tóku þessu vel og voru kátir og skemmtilegir að æfa.
Skemmtunin tókst vel og þeir voru svo sætir að verðlauna okkur Adda sem aðstoðarfólk.( hann samdi texta) og við fengum blóm og hvítvín fallega innpakkað.
Við ester og Stína bökuðum í gærmorgun heilan helling af kleinum ,og Arnór Jóns og Einar Alfreðs >Adda Sím) fóru í söluherferð með soðbrauð ,Rúgbrauð og kleinurnar og eru að safna í körfubolta ferð. Við kellurnar höfðum ekki við að baka, og þeir voru ekki hálfnaðir með bæinn þegar við urðum að hætta, en við ráðgerum að baka meira fljótlega, Guðmundur Björnsson hefur samt eitthvað misskilið þetta og sagði þeim að hann hefði aldrei farið til útlanda og ætlaði ekki aldeilis að fara að styrkja þetta, ég held hann hafi haldið að drengirnir ætluðu að fara að senda hann út fyrir landsteinana og ekki litist á blikuna. Leiðréttið mig ef þetta er vitleysa.!
Og þá er nú að fara að huga að Kolaportinu okkar sem verður 21.mars í félagsheimilinu eins gott að halda áfram með prjónaskapinn svo fólk geti keypt sé skíða vettlinga og lopapeysur fyrir skíðaferðirnar um páskana.
Ég gaf smáfuglunum soldil grjón fyrir utan eldhúsgluggann í gær, svo Olli og Lilli ( kettirnir mínir) gætu virt fyrir sér möguleikana á sælgæti því sem þeir gætu veitt og étið í sumar . það vantaði nú ekki áhugann þar sem þeir sátu í glugganum og horfðu stjarfir og gráðugir með veifandi skottin á vesalings smáfuglana sem gæddu sér á korninu fyrir utan.
Þetta flokkast nú undir grátt grín eða kolsvartan húmor....reyndar... ég ætla að skella hér. ljóð'i sem ég samdi fyrir mörgum árum einmitt um þetta atriði: algjört svartnættisljóð.

Ég heyrði í morgun svo fallegan fuglasöng,
fyrir utan gluggann minn úti í garði.
ástfanginn þröstur flutti þar ljóðin sín.
á þrastastúlkuna ástleitnum augum starði,
hann söng til hennar svo undurblítt lítið ljóð
um litla unga og hamingju þeirra saman
þá skaust inní garðinn sem leiftur um lognværa nótt.
lítill kattarskratti (svartur) kom auga á þröstinn og át hann.

Og eftir það fannst mér veröldin vond og tóm.
það vældi í eyrum mér allt sem mátti ekki vera
mér þótti sem einhver flautaði fölskum róm.
svo frámunalega illa í hlustir mínar að skera
Sólin hvarf og svo komu óveðursský
svartur heimur og allir éta hvern annan
ég fór oní skjóðu og náði öxi þar í
hljóp út í garðinn hjó henni í köttinn og drap hann.

huggulegt ekki satt, ???? mjög vafasamt.



2 Comments:

  • At 8:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    greinilega kát og hress að vanda:) kveðja Hanna Sigga

     
  • At 6:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ og takk fyrir síðast:) Rétt að ná af mér kleinulyktinni. En sviðsmyndin var stór glæsileg, ekki amalegt fyrir nefndina að hafa svona þúsundþjalasmið með sér.

     

Skrifa ummæli

<< Home