Það er allt svo einkennilegt í dag, Núna er t.d. blankalogn og gott veður. Ég vaknaði eldsnemma í morgun og, núna er ég búin að hanga yfir sjónvarpinu í allt kvöld. þar til Jón og Ester komu og kíktu inn áðan, og ég reif mig upp úr sjónvarpsglápinu og gæti nú alveg farið út að labba eða eitthvað. Maður ætti aldrei að leggjast í svona gláp nema að vandlega yfirveguðu ráði og þá í einhverjum félagsskap til að geta rætt um efnið við einhvern annan en kattarskarnið. hann er svo takmarkaður og segir ekkert nema mjaaaá alltaf. nú seinnipartinn fór ég í fuglaskoðunarferð og sá þennan undarlega fugl sem er á vappi á leiðinni út á Bassastaði...Risakvikindi eins og stór rolla með svart risa stél og langan háls grátt að lit... merkilegt..og svo sá ég líka stóran fálka sem sat neðan við götuna og var búinn að reyta bringuna á stærðar fugli sem lá á bakinu og fálkinn sat á honum og var að éta kjötið af bringunni, eins og í verstu glæpamynd, fiðrið var hvítt sem er þarna út um allt en svart fiður á bakinu á líkinu og gular lappir, ég sá þetta í kíki. svona hálfgerðum fuglakíki..... viðbjóðslegt....Á morgun ætlar kvennakórinn að syngja, og svo er leiksýning annað kvöld og, ..... nú er ekkert að gera annað en fara að sofa...eins gott að mann dreymi vel.
Síðustu innlegg
- Það er ekki mikið að segja , það er svo mikið um a...
- Það er allt gott að frétta af vettlingaprjóni, og ...
- Það er svo mikið að gera að ég má ekki vera að því...
- Takk fyrir commentin Ekki vil ég númeina að ég sé ...
- Sumarbústaðaferðin okkar Steinadalskvenna 27.-28.-...
- Nú er öskudagur og börnin eru í fyrirtækjunum að s...
- Það er nú alltílagi að prjóna á daginn og kannske ...
- Jæja það hafðist einn stór áfangi ég trillaði sems...
- Þoli ekki fólk að slafra í sig baunum með salltkjö...
- Þoli ekki Laugardaga ,Þoli ekki helvítis konudaga ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home