Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 27, 2005

Nú er mér nóg boðið hvað haldið þið að hafi blasað við mér í morgun þegar ég fór út. Helvítis drullu skíta andskotans klóaks vatn í innkeyrslunni minni.
Ég klifraði inn í bílinn en það fór smá ógeð inn í annann 17 000 króna íþróttaskóinn minn. segi nú bara eins og væri ég Jón Alfreðsson, djöfull og helvíti, hann hefði nú kannske orðað þetta aðeins öðruvísi t.d. að helv. kerlingarp. hefði nú ekki þurft að vera svo andsk. vitlaus að fara að vaða í þessu. en ég var svo fúl að ég hugsaði þetta bara.
þetta er algjörlega gjörsamlega óþolandi ég æddi út í kjallara á 13. og dröslaði pokanum yfir niðurfallið. Hver andskotinn er það sem bannar að það sé sett niður rotþró fyrir Höfðagötu 7. ætli það sé verkfræðingurinn fyrir vestan sem er enn að hugsa. hann ku vera búinn að hugsa mikið og sjá að það mætti gera "þetta "skilst mér ," eða hitt"
en lengra nær það nú ekki. Svei og fjandinn.

5 Comments:

 • At 2:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hvaða helvítis kjaftæði er þetta? Hvað er búið að lofa þér oft að þessu verði kippt í lag - og svo kemur þetta upp aftur og aftur og þú færð alltaf sömu lélegu afsakanirnar.

  Ég botna ekkert í þessu - allir sem hlut eiga að því að gera ekki neitt í þessu máli (eða gera bara vitlausa hluti) ættu að HUNDDRULLUSKAMMAST sín.

  Ætli það væri búið að kippa þessu í liðinn ef einhver í hreppsnefnd byggi í húsinu þínu?

  ...nei ég segi bara svona í fýlu minni og gremju >:(

   
 • At 7:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Auðvitað væri það búið Arnar. Það gefur auga leið. Og í dag er ég hvorki fúll né gramur.

   
 • At 9:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Morrinn sjálfur :/ hvað þarf að gerst til að stoppa þetta helv??

   
 • At 8:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Svona svona,
  mamma

   
 • At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Fyrir mér er þetta martröð:/

   

Skrifa ummæli

<< Home