Nú er ca mánuður síðan ég bloggaði, það hefur verið ofsa mikið að gera eða þannig, koma upp handverksdótinu , gera í stand gamla eldhúsið sem var alveg óendurbætt. ég reif burt tvo gamla veggfasta skápa, fékk Dúnu með sauðburðarþræl með sér til að rífa tvo gamla gólfdúka af og það var hræðilegt því ég hafði límt þá vel í den. síðast varð ég að fá stunguskóflu sem við gátum virkjað eins og Sæmundur Fróði gerði svo hún ( skóflan)náði restinni af, ég ætlaði að fræsa gólfið en það var svo mikið lím á því að ég frestaði því, Dúna átti í fórum sínum stórar bláar teppaflísar sem við settum á gólfið síðan voru veggirnir málaðir. Ég var hálfan dag að berjast þar í pípulagningu sem gekk illa en endaði vel, síðan að setja hurðina á fjárans herbergið sem ég varð að fá hjálp við , og svo að setJa saman fataskáp frá rúmfatalagernum sem mér tókst að setja allar skrúfurna vitlaust í, þá kom Addi til sögunnar og skipti um skrúfur og skápurinn komst rétt saman, það er allt annað að setja saman Ikea dót því þar eru allar skrúfur merktar á sína staði. að þessu loknu og tveim ferðum til Ísafj, svaf ég í nærri heilan sólarhring, og las tvær hnausþykkar glæpasögur. fór svo aftur til Ísafjarðar vel sofin og hæstánægð með að hafa unnið stríðið við herbergið.
fór þarnæst til Bíldudals í fermingu Lovísu Rutar það var á laugardeginum og JónsGísla fjólskylda Hafdís ogÁsi og Bjartey og Emilía. Brynja, Sylvía og Ásdís ,við vorum á 3 bílum og fórum vestur Laxárdalsheiði og heim Þorskafjarðarheiði á mánudeginum, Þetta var mjög gaman.
við gistum í "Hjartanu" sem var einu sinni handverkshús. það er pínulítið hús með hjartalaga glugga í útihurðinni. Ég fór og fékk að skoða það sem verður Skrímslasetur og það verður alveg stórkostlegt. það sem komið er er alveg ævintýralegt.
Svo fór ég og tíndi skeljar og kalkþörunga og skuklaðist ofan í kalkpytt með aðra löppina og var lengi að ná grárri leðjunni af hælaháa sparistígvélinu mínu .
næsta verk er að planta í kerin hér í garðinum heima, og við erum búnar að ná í aldeilis æðislegan hrossaskít sem ég hef stolið frá afa Nonna og Hadda, (hestarnir komu og reyndu að éta bílinn minn) Svo er það moldin og plönturnar.. Mig vantar gróðurhúsaljós og hitara í inniræktunina.....Ætla samt ekki að stela þeim eins og gerist á suðurlandinu.
galdranornin sem býr í gamla eldhúsinu með kettinum mínum, hefur þróað vöru sem er algjört æði galdrakrem sem yngir fólk upp.
fór þarnæst til Bíldudals í fermingu Lovísu Rutar það var á laugardeginum og JónsGísla fjólskylda Hafdís ogÁsi og Bjartey og Emilía. Brynja, Sylvía og Ásdís ,við vorum á 3 bílum og fórum vestur Laxárdalsheiði og heim Þorskafjarðarheiði á mánudeginum, Þetta var mjög gaman.
við gistum í "Hjartanu" sem var einu sinni handverkshús. það er pínulítið hús með hjartalaga glugga í útihurðinni. Ég fór og fékk að skoða það sem verður Skrímslasetur og það verður alveg stórkostlegt. það sem komið er er alveg ævintýralegt.
Svo fór ég og tíndi skeljar og kalkþörunga og skuklaðist ofan í kalkpytt með aðra löppina og var lengi að ná grárri leðjunni af hælaháa sparistígvélinu mínu .
næsta verk er að planta í kerin hér í garðinum heima, og við erum búnar að ná í aldeilis æðislegan hrossaskít sem ég hef stolið frá afa Nonna og Hadda, (hestarnir komu og reyndu að éta bílinn minn) Svo er það moldin og plönturnar.. Mig vantar gróðurhúsaljós og hitara í inniræktunina.....Ætla samt ekki að stela þeim eins og gerist á suðurlandinu.
galdranornin sem býr í gamla eldhúsinu með kettinum mínum, hefur þróað vöru sem er algjört æði galdrakrem sem yngir fólk upp.
3 Comments:
At 12:12 e.h., Nafnlaus said…
Spurning hvað þú ætlar að rækta inni er það eitthvað sem þeir voru að rækta hér í vetur eða bara gamalt og gott grænmeti. Kv. Birna Bj.
At 10:33 e.h., Nafnlaus said…
Þetta er sona doldið óákveðið enn en það má rækta ýmislegt við ljós
At 11:42 e.h., Nafnlaus said…
Dugleg:-)
Skrifa ummæli
<< Home