Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 25, 2003

Hugsið ykkur hvað það er gott að fá að vera til.. það eru hreinlega forréttindi... Svo eru önnur forréttindi og þaað er að halda heilsu... það er nefnilega alls ekki sjálfgefið og maður hrekkur illilega við þegar vinir manns veikjast og lenda í hræðilegum þrengingum. Hvað stjórnar því veit maður ekki kannske er því alls ekki stjórnað.. Ég þoli ekki þegar fólk er að fá helvítis krabbamein..það þarf enginn að segja mér að það sé þroskandi.. allavega ekki þegar fólkið deyr úr því.. auðvitað er maður alltaf að deyja og fæðast aftur og aftur. Ég kemst í angurvært stuð þegar veðrið er eins og í kvöld það er bókstaflega aalgjört logn, suddi og myrkur...
Ég kvíði ekki fyrir vetrinum eins og venjulega,,allavega ekki ennþá.... Það er líka eitthvað einkennilegt við að það er alveg rosalegt garg í einhverjum fuglum sem heyrist í eins og kríum núna í myrkrinu.´´Eg var áðan að spjalla við Hildi úti á skammtímavistun og fuglagargið var aalveg svakalega hávært úti í myrkrinu..úff.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home