Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Ég barasta skil alls ekki hvað ég hef lítinn tíma til að skrifa og þó... ég hef verið að heiman tvö kvöld í röð af því að ég gerðist ferðaþjónusta og þjónustaði fullt af gersamlega óskiljanlegum spánverjum og kom þeim í rúmið og lét þá hafa kodda sem þeir áttu ekki að fá af því að þeir voru með svefnpokapláss. Ester er með börnin á Sigló, og Hildur er á kennó á Ísó, og Jón og Addi eru að ljúka Uppódæminu, síðasti dagur á morgun þar. þeir voru á borðtennismóti í gærkvöldi og unnu, meðan var ég að fást við Spánverjana, og nokkra syfjaða vegagerðarmenn. Í kvöld var ég enn að grauta í útlendingaherdeildinni meðan Jón reddaði upplýsingamiðstöðinni. Dagurinn á setrinu var góður það kom fullt af skemmtilegu fólki, og ég bakaði helling af kökum og smávegis vandræði. mér finnst ég algjört séní...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home