Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 25, 2003

Dagurinn í dag var alveg æðislega vel heppnaður.. Það kom fullt af fólki á hrútadaginn okkar úti á setri það höfðu hundrað og þrír skrifað í gestabókina ÞAð er alveg himneskt að sjá hvernig kallarnir verða í kringum hrútana eins og þetta séu yfirnáttúrlegar verur,, þ.e. hrútarnir.... og allir hinir hrífast með eins og hrútarnir séu einu skepnurnar á jörðinni....
Hvað með kindurnar ???? Ég er líklega haldin af feminisma Samt finnst mér ekki að guð sé kona.. Heldur er hann virðulegur kall Með skegg Endilega með skegg.... Þaað gekk vel að grilla og fólk snæddi með bestu lyst bæði grillmatinn og kökur og kaffi. ég var að skoða myndirnar af deginum frábærar aldeilis. Seinast komu sjálfboðaliðarnir í kaffi,, þau voru að koma frá því að moka út úr Þórðarhelli fyrir norðan.. Átthagasfélagsfólkið kom lika á sýninguna og í kaffi og Ási spilaði á nikkuna sína og allir sungu.. Krakkarnir sem fengu verðlaun voru Jakob og Dagrún og Jón Örn..... Árný mín og Gummó voru að fara suður síðdegis í skólann og Grétar líka... Sumarið er að verða búið og hefur liðið á ofsahraða..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home