Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Já nú er síðasti dagur upplýsingamiðstöðvarinnar í dag og allir að rífa saman dótið og verður lokið að ganga frá á morgun. Ömurlega eyðilegt.. en hvað um það þetta má maður hafa.---Einu blaði flett. Bara gott að búið er að loka. þá verður hægt að taka til við önnur verkefni. Þetta er búið að vera törn.... reyndar er allt törn þessa dagana.. ég er að verða búin að baka fyrir næstu helgi.. Það komu frekar fáir í dag, ég bakaði kleinur og djöfuldóm af skúffukökum, Sigga Brandar kom og Halla og tveir Portúgalar. Svo kom kona frá Árbóli og hafði fundið afvelta kind sem var að drepast , Matti ætlaði að sjá um það. Altekkalvegílæ blessbæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home