Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Sit ein og hugsa ...í draumi þeirra daga.. stendur í einu ljúfu ljóði..... Það er varla tími til að hugsa þessa dagana... ég ek á 'ísafjarðarleiðinni eins og berserkur og útdeili pappírum á hvern bæ.. aðalatriðið er að halda Tucson sport bifreiðinni á veginum og halda fast í taumana, Vera ekki of mikið annars hugar...Nú eða þriðja....það var frí í dag og ég hef ekki gert neitt af viti, jú annars, borgaði helling af skuldum. og horfði á tvo þætti af Leiðarljósi sem Jóna var svo almennileg að taka upp fyrir mig. Björk er rokin á Blönduós í smá frí.
Og þá er að minnast hamingjudaga það var heilmikið um að vera og bærinn fullur af fólki. margt til skemmtunar og afspyrnu gott veður.. Allsstaðar skreytt og flott og Sævangur á sunnudeginum eftir hádegi með furðuleikana og það var fjör og það var fjör.... eg fór eldsnemma að sofa öll kvöldin en samt ekki laust við að ég væri hálf dösuð og þá sólbrunnin...Þá verð ég alltaf svo dösuð... alltaf að reyna að gera smá gagn hér og þar....Grunntónn spilaði í steikjandi sól úti undir vegg í Sævangi og ég sem ætlaði nú aldeilis að láta til mín taka í söng varð alveg raddlaus við að vinna öskurkeppnina annað árið í röð.... Það var morgunmatur á Riis... Jörundur á föstudagskvöldið og alveg svakalega gaman...Tertuhorror....Annars þær flottustu nærri sjötíu tertur í kirkjuhvamminum sem ég hef séð. Sýna samstarfsvilja kvennanna sem bökuðu þær....Hvað ætli þar hafi verið margar kaloríur.....Söngur glens og grín. Nú tekur við eðlilegt líferni.... Ísafjörður á morgun...best að fara að sofa snemma...

2 Comments:

  • At 5:44 e.h., Blogger Little miss mohawk said…

    Gaman að sjá þig á hamingjudögum :) þú varst nú alveg að fíla þig í öllum þessum mannfjölda og fjöri !!!!

     
  • At 8:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk elskan mín

     

Skrifa ummæli

<< Home