Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Nýtt lag fæddist í morgun Það er frekar gamaldags fjörugur vals sem kemur af stað þeim eilífa fótafiðringi að langa til að dansa eftir honum.
Textinn verður um sólskin og (snjó).... . eða tunglskin....halastjörnur og dansandi norðurljós (Kvennakórinn) hmmm.... kannske smá rómantík (eða kannske ætti ég að hafa pólitík) eða erótík, eða bara venjulega hundtík....
Ég heyrði í gær svo glimrandi nafn á kvennakór sem myndi allsstaðar slá í gegn út af nafninu.
Sama góða veðrið , Nú ætla ég að fara á kreik og sýna Jóni Gísla varahlutina sem ég keypti í Mosó hjá Jamil og Báru. þau eiga alveg dásamlega tík sem heitir Stella hún er siberian hösky ..held það sé skrifað svoleiðis... Fór með Bakkus á þvottastöðina Löður þar sem loftnetið þvoðist af honum.

2 Comments:

  • At 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hafðu lagið um sólskin það er alltaf svo upplífgandi Kv. Birna

     
  • At 6:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    you are me sunshine er nú gamalgróið svo ekki má stela því en ef tunglið veður ofaná þá væri nú sniðugt að hafa sólskins nafn
    kv ég

     

Skrifa ummæli

<< Home