Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 24, 2005

Jamm nú eru konur búnar að skemmta sér konunglega á kvennafrídaginn 58 konur taldi ég í göngunni stórar og smáar. hópurinn var vigtaður á bryggjuvigtinni hjá vigtarskúrnum og reyndust þær vera 3,8 tonn og vantaði þó nokkrar. það var labbað inn á Kópnes og út að sundlaug og þar fór fullt af konum í sund og heita pottinn. Mér tókst að toppa með því að leggjast í snjóinn og gera engil hehe.
Svo var farið á Café Riis og þar beið okkar alveg æðislegt góðgæti að vali.. mmmm brauð og krabbasalat og rækjur og brauð og skinka og vöfflur og rjómi og heitt súkkulaði.
Við sungum líka nokkur lög og ég spilaði undir eins og langömmur einar geta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home