Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, október 29, 2005

Í bloggi dagsins verður ekkert framkvæmdaröflskjaftæði.
Í gær fór ég og sótti trefilinn minn sem ég gleymdi í afmælinu hjá Láru skvísu.
Svo skall á fundur hjá frímerkjaklúbbnum 2/3 félaga, reglulega notalegt og tímabært og þarf að glæða fundarhöld þegar líður að jólum og sinna málefninu.
Í dag var hið þokkalegasta veður dulítil snjókoma, ég fór eftir hádegið heim á búgarðinn, þar voru Jón, Ester, Sigfús og Jón Valur mætt og Nonni ,Svana og Agnes líka. það var brytjað hakkað vigtað og hangsað og verður ekkert sundurliðað hér hver gerði hvað en lesendur sem þekkja familíuna geta nú sjálfsagt getið sér þess til. Mér virðist að matarvinnslu sé nú að mestu lokið í haust og komið að því að sinna jólaundirbúningi kveikja á seríum o.s.frv.

1 Comments:

  • At 2:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já alveg sé ég þig fyrir mér að gera allt og afkomendur að dáðst að vinnubrögðunum hjá þér:~)

     

Skrifa ummæli

<< Home