Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 12, 2005

Helgin síðasta var góð takk Hildur mín fyrir commentin þín . þú ert perla. og þið öll takk fyrir komuna. Það verður nú fjör ef þið komið líka á næstu helgi. ég hef ekkert bloggað síðan og þessi vika er að verða buin líka...Stundum kemur að því að ég vildi geta stöðvað tímann, en hann flýgur frá manni og er snöggur að. Það er svo kalt hérna á skrifstofunni minni að fingurnir á mér stirðna ég þarf að gea mér grifflur. ég er að verða einhver helvítis kuldakreista
Það stafar sennilega af ónógri hreyfingu. Ég svaf nefnilega áðan eins og rotaður selur yfir bráðavaktinni sem ég ætlaði þó að horfa á . Þá verður manni svo kalt. Sofa yfir sjónvarpinu er með því versta sem ég geri, þó það sé ekki alltaf skemmtilegt efnið í því. nú hef ég það á tilfinningunni að einmitt þessi .þáttur hafi verið sérstaklega spennandi.
Við nafna fórum í Bjarnarfjörð í dag og ætluðum að hjálpa til við að leita að kattasporum með Viktoríu. Bleiki birtist nú um leið og Viktoría renndi í hlað. Og var þó oggulítið skömmustulegur. Halla búin að leita að honum út um allt.....Á leiðinni heim sátu þeir í aftuglugga bílsins báðir tveir, Blettur og Bleikur , ekki var ljóst hvað þeir voru að hugsa..
sennilega að láta sig dreyma um hrikalegar músaveiðar.

1 Comments:

  • At 5:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Voðalegur óþverri er þessi Anusneimus að vera alltaf að þruga svona í talhólfinu þínu.

     

Skrifa ummæli

<< Home