Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 05, 2005

Mér finnst óþolandi að horfa á sjónvarpið allt kvöldið.. það er þó skárra ef það er eitthvað almennilegt í því. Nú er að byrja þáttur um það hvernig hægt er að drepast úr fuglaflensu. það er falleg ung kona á skjánum að hnoðast með eitthvert helvítis fuglskvikindi og útskýra hvernig flensuveiran virkar. Inn á milli koma svo myndir af fjölda af svarthærðum börnum með maska til að verjast flensunni. Konan sem er að útskýra þetta lítur reyndar út eins og gúmmídúkka sennilega er hún upptrekkt eins og stúlkurnar í "Jónsmessunæturmartröð á fjallinu helga" eftir Loft Guðmundsson, en það er sérlega áhugaverð bók sem allir ættu að lesa. Væri nú ekki hægt að hafa eitthvað skemmtilegra úr því maður neyðist til að horfa á sjónvarpið.... Útskýring á þessarri geðvonsku er sú að ég kom því ekki í verk að fara í sund í kvöld eins og ég ætlaði... Fjárans haugaletingi...

1 Comments:

  • At 11:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég slökkti bara þegar við Laufey vorum að horfa á fuglana brenda lifandi á báli mér stóð bara ekki á sama, þetta hefði átt að vera með rauðu merki en ekki hvítu.

     

Skrifa ummæli

<< Home