Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 02, 2005

Mér finnst gaman að syngja, Þegar ég var fjögurra ára lærði ég fullt af millröddum sem mamma söng í kantötukór Akureyrar..og það fyrsta sem ég man eftir mér þá mun ég hafa verið á öðru ári. það sem ég man er menúett eftir Boccerini sem var alltaf í morgunútvarpinu. Mamma trallaði með laginu og Lýður móðurbróðir var að brjóta niður vegg í bragganum sem við bjuggum í og það var grjóthrúga á gólfinu......Þetta var alveg áhyggjulaust hjá mér....
Seinna húkkuðu mamma og Jón Geirsson læknir mig og ég var bundin niður á bekk og teknir úr mér hálskirtlar. Það breyttist skilst mér einhver svaka rödd sem ég hafði haft áður. hún hvarf og það leið yfir mömmu sem horfði á hryðjuverkið....Ég er orðin hundgömul og hef samt gaman af að syngja, og nú um helgina upplifði ég að taka þátt í söngvarakeppni á Café Riis með fullt af bráðskemmtilegu fólki. Það var þrusu gaman...Ég söng fyrir Strandagaldur og var mjög ánægð með commentin sem ég fékk hjá yngstu kynslóðinni tveimur ungum mönnum annar sagði: Amma þú varst næstbest og hinn: Snúlla var best.... I am crazy....

4 Comments:

  • At 2:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú varst glæsileg þarna á sviðinu, hreint út sagt. Ljómaði af þér yndislegheitin og ánægjan yfir að syngja, sem þér fórst vel úr hendi.

     
  • At 4:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    6 ára sonur minn sagði mér að þú hefðir verið "BEST"! Ég veit hann segir satt. ;o)

    Kveðja frá Kiðlingi

     
  • At 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Íjhaaaaaaaaaa Takk snillingar erum vér Gerði ég þetta lag svo ekki að mónu eins og sagt er í Idolinu

     
  • At 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég meinti MÍNU

     

Skrifa ummæli

<< Home