Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 25, 2003

Þá hefur nú fröken Lukka yfirhöndina, hún er snarklikkuð, Fara út að labba.. Strax.. Borða hollan morgunverð, áður. Vera virkilega smart á göngunni (ég þyrfti að vera á stultum) til að vera ekki eins og varða á göngu.... Grennast einhver lifandis ósköp á göngunni.
Koma heim og fá sér vatnssopa af því vatn er svo hollt og fólk á að drakka ákveðið magn af vatni til að hreinsa líkamann af óhollum vessum. Það og gangan til samans eiga líka að hressa sálina og gefa innri ró, Sjá fegurð náttúrunnar og þakka fyrir að geta skrönglast á lappir á morgnana, og komist í sokkana. Síðan útbýr maður hollan hádegismat samkvæmt ráðleggingum manneldisráðs, (ég hata manneldisráð) en það hefur andstyggilega rétt fyrir sér. Best að lofa tíkinni að hafa yfirhöndina, Ég ætla að labba út á bátabryggju.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home