Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 25, 2003

Góða helgi, segir fólk í dag. Í gær var bóndadagur og kerlingar kepptust um að gefa körlunum sínum blóm,og baka fyrir þá og elda allskyns góðgæti. Vonandi að þeir hafi endurgoldið það með því að vera góðir við þær. Sumir karlar gefa samt skít í allt þetta vesen. Sem er í rauninni alls ekkert vesen , Og mín skoðun er sú að sjálfsagt sé að grípa öll tækifæri til tilbreytni og hafa gaman af þeim. Þetta ætti að minnsta kosti ekki að skaða neinn. Nóg um það. Íslendingar unnu síðasta landsleikinn í handbolta, og svo keppa þeir í dag líka, ég ætla að fara upp í skóla að horfa á hann með Adda, Jóni og fullt af öðru fólki.
Það er miklu betra heldur en að krókna úr kulda alein meðan leikurinn stendur yfir, hérna í mini stofunni minni, af því að ég hef trassað og sífellt slegið því á frest að kaupa ofn, og er svo alltaf minnt illilega á þetta þegar er vindur og frost og ég er að bögglast við að horfa á sjónvarpið, eins og hemúll í lopateppi.lopasokkum og með lambhúshettu og vettlinga. Þetta síðasta er nú reyndar orðum aukið.... Vonandi verður þetta skemmtileg helgi, alltaf ætlast maður nú til þess,og helst að skemmtiatriðin komi fljúgandi óvænt upp í fangið á manni. Að mér læðist sú fróma ósk að ég sæti með Árdísi á Kettinum Gráa að fá mér morgunkaffi. Én hvað ætli séu miklar líkur Tölfræðilega séð að ég hitti á óskastund..... Allavega myndi mér bregða í brún....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home