Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Gott kvöld, Hemúlar múmín álfar og aððrir ættingjar og vinir, Elsku Uggla Sif, ef þú lest bloggið mitt, ...Er þér ljóst að ég gömul amma þín norður á Ströndum safna ugglum...merkileg tilviljun...Samkvæmt nýjustu hugleiðingum er drepleiðinlegasti söngvari sem ég heyri í í radíóinu tvímælalaust Rúni Júl. Óskaplega getur maðurinn verið slefulegur þegar hann syngur. ég hef aldrei heyrt neitt eins leiðinlegt og drafandi fyrirbæri. Þetta er nú neikvæði þátturinn. Ég var svona strax í morgun, fyrst var ég að hugsa um að fara alls ekki á fætur og fannst endilega að ég væri veik, svo uppgötvaði ég að það væri hrein og klár leti, og þeyttist framúr rúminu. Ef það væri hægt þá hefði ég örugglega farið vitlausu megin frammúr. En það er ekki hægt að fara það nema alltaf sömu leiðina, eftir mikla og erfiða leit að fötunum mínum og ennþá meira baks við að komast í þau reyndi ég að þvo mér um hausinn. en það tókst ekki af því ég gat ekki beygt mig, andskotinn hafi það. Þá var klukkan alveg að verða átta og ég rauk út, haldiði þá ekki að það hafi þurft að SKAFA, Ég inn og sótti afísingarbúnaðinn. Kom samt á réttum tíma í skólann. Það var ægilega gaman í tíma um lífsleikni, Tóti og allir krakkarnir sögðu draugasögur og sögur úr seinni heimsstyrjöldinni. Svo þegar ég var búin í skólanum fór ég og náði í meðul upp á heilsugæslu. Þar varð ég að punga út með 3200 kall. Niður í Hólmadrang og þar var aalveg rosaleg aafmælisveisla Lýður frændi átti afmæli, Og þvílíkar sælgætiskökur ég fékk mér ostaköku í matinn og rúgbrauð með smjöri og síld og eggjum. Dásamlegt. Nú svo var ég að drepast úr leti það sem eftir var dagsins, og er enn, nenni ekki einusinni að fara að hátta, Íslendingar unnu Pólverjana, ég þorði ekki að horfa á helminginn af leiknum, Þessir skrattar lömdu Patrik og hrintu hinum leikmönnunum gott á þá að tapa.he.he.
Þetta var á tímabili eins og hryllingsmynd. Jæja Er farin í bað og ætla að vera þar næsta klukkutímann.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home