Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 26, 2003

Hó Hó, Afar einkennilegur sunnudagur að kvöldi kominn. Bíllinn minn gufaði upp eftir hádegið. Við athugun kom í ljós að það hafði verið skilinn eftir annar í staðinn. Ég fór á stúfana og viti menn Jón Gísli var að gera við hann, búinn að grafa sig niður í gírkassann og liðka þar einhvern titt sem hreyfist þegar maður setur í bakkið. Svo nú ætti að vera hægt að bakka þó það sé frost. Íslendingar unnu ekki leikinn í handboltanum í dag og ég tapaði veðmáli við Jón....... Í kvöld uppfærði Jón í tölvunni minni Microsoft internet explorerinn. og póstforritið mitt hvarf... Fannst þó aftur og nú er búið að rétta bloggið hans Jóns af svo ég geti lesið það strax.
Ég nenni alls ekki að vinna á morgun barasta alls ekki.... býst við að ég geri það samt.
Mest spilaði geisladiskurinn í dag: Leitin að Pílu pínu með Árdýzi.....
Kynþokkafyllsti karlmaðurinn: Patrekur Jóhannesson ekki spurning... Fallegastur.....Kröftugastur... karlmannlegastur og kynþokkafyllstur... Væri æðislegt að lenda í samstuði við hann, ( ekki kannske endilega í boltanum ). vildi að ég ætti plakat með honum í fullri stærð....Klukkan er hálf níu og ég er farin að sofa. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home