Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 18, 2003

Hæ Grýla Þetta Tomsen er bara alls ekki þjóðlegt... nema það sé síðan Danir réðu ríkjum á Íslandi....
Það sem er á döfinni nú eru þorrablót..... Ógeðsleg tilhugsun..... Ég er greinilega að verða útúrborulegt forpokað fyrirbæri...
Minn skemmtanasjúki helmingur...Fröken Lukka er alveg í skýjunum....en ekki ég. Ég skráði mig á lista þegar Þorbjörg kom með hann, og dauðsé eftir því... Ætla að láta hana vita strax á mánudaginn að ég ætli ekki. ...
.. ég bara nenni þessu ekki.. ég tími því ekki heldur.. það er nú sennilega aðal ástæðan.. Áramótaheitið mitt er að verða regluleg Spardís og eyða ekki neinu og borga skuldir í gríð og erg.
Og til að kóróna allt saman er ég kosin í þorranefnd í Kollafirði, með Sigga í Stóra, Jónsa Stef, Unni og Siggu Siggu, og á að fara út í Broddanesskóla á fund á mánudagskvöldið.
Ég ætla reyndar að fara á það þorrablót og þá er sparnaður að því að vera í nefnd... ojá og jamm.
Heimsótti mömmu á nýja sjúkrahúsið, þar er svaka flott, hún var í nýju borðstofunni að prjóna.
Hrafnhildur mín og Jón Örn komu í heimsókn í dag. Og ég fór á íþróttahátíð hjá skólanum í morgun og tók þrjú nudd eftir hádegið.
Tók til á skrifstofunni, og heimsótti Möggu og Guja. Þvoði fimm þvottavélar og fór með kassann hennar Ragnheiðar til hennar.
Ég vildi að ég gæti hangið vakandi á kvöldin en það gengur illa, ætli sé ekki til eitthvert töfralyf við því, það er alveg út í hött að lognast útaf á miðjum kvöldum ef ekkert er að gera, ferlega hallærislegt. Góða nótt. = ég er á leiðinni upp í rúm með bók.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home