Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Hæ Grýla Tomsen Nú er kominn 17. jan. snjór úti og annríki mikið. Lukka lætur ekki á sér kræla. Ég er hætt að velta mér upp úr gömlu vinnubrögðunum.
Mér finnst samt alveg hræðilegt að ekki skuli vera lengra síðan þetta var.....en af hverju ætti mér nú ekki að vera sama um það....
Ég lenti í einni æstri konu í dag út af því að mér finnst gaman að horfa á Leiðarljós. Merkilegt hvað fólk umturnast út af þessum þætti. Flestir fara nú í bíó til að horfa
á allskonar froðukenndar myndir.
Einhvernvegin skildist mér að það væri þar að auki að hennar mati ekkert sem hægt væri að horfa á í ríkissjónvarpinu, ekki nógu fínt að horfa á það.
Ennfremur að það væri lágkúrulegra að horfa á Leiðarljós en t.d. Nágranna og Glæstar vonir.
Mér dettur líka í hug að fólk sé að pukrast með að það horfi á þennan þátt.. Ja, ja ,, Ég er að hugsa um að skrá niður athugasemdir sem koma fram þegar minnst er á þennan frábæra þriggja kortera þátt.
Fór út að Kirkjubóli í kvöld þegar ég var búin að nudda, og sá flotta litla herbergið sem Ester er búin að gera fyrir Jón Val.
Jón var að sýna mér vefsíðu leikfélagsins sem er stórskemmtileg,. og vefsíðu sauðfjársetursins sem er líka flott, fullt af myndum og upplýsingum,
og áætlun næsta sumars.
Addi Hildur og herra Brynjar Freyr ætla að fara til Reykjavíkur á morgun. Ég á að sjá um Þorvald Tuliníus í krukkunni á meðan. Hann gapir alltaf framan í mig þegar hann sér mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home