Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 19, 2003

(góðan daginn) Ég skil ekki af hverju sunnudagsmorgnar eru svo viðbjóðslega leiðinlegir...getur það verið af því þá er ekkert fyrirliggjandi annað en að gera það sem maður hefur ekki nennt að gera daginn áður. Kannske vantar kaffihús eins og Gráa köttinn sem við Árdís förum í morgunkaffi á þegar ég er í bænum. Það opnar kl. 7. og maður skverar sig upp, fer á Köttinn og safnar orku yfir kaffi latte, nýbakaðri ljúffengri brauðbollu, túnfisksalati, kaffispjalli og mogganum, og kemur svo endurnærð og til í daginn. Kannske er það kaffispjallið sem vantar.. ræða áramótaheitin og fleira.. frá og með þessum degi er ég steinhætt að borða annan kvöldmat en eitt epli eina appelsínu eða einhvert fjandans grænmetissull.. hugguleg hugsun og framkvæmd.. gildir fram að þorrablóti í Sævangi til prufu. Nú ætla ég að fara og hengja upp allan fjárans þvottinn sem þvottavélin mín þvoði í gær. Þar næsta verkefni er að taka til í eldhúsinu og fá mér te... Það er einhver að syngja Tears go by í útvarpinu mér hefur alltaf fundist það flott lag. Sunnudagsmorgnar eiga það reyndar til að lagast um tíuleytið. Ég svaf í sokk á hægri löppinni til að þurfa ekki að fara í hann í morgun.. það vakti mér ómælda gremju að sjá þennan fjandans sokk þegar ég vaknaði.... ógeðslegt.. Kannske ég ætti að fara í bað í honum. Ég þarf að láta Jón kenna mér að skrifa ljóð í bloggið án .þess að það komi allt í belg og biðu, meira síðar ( ég nenni ekki að moka tröppurnar) Það hélt ég nú að ætti ekki eftir að koma fyrir mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home