Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Já það er nú meira hvað þessi dagur hefur verið eitthvað lengi að líða , hann hefur vægast sagt silast áfram. Venjulega eru þeir svo fljótir að líða að maður er varla komin á fætur þegar er kominn háttatími og tími til að rífa sig úr fötunum aftur og fara að sofa. Ég þorði ekki að hringja í Árdísi kl 11 en prófaði kl hálf tvö og hálf þrjú og þá svaraði hún ekki. Ég var að lesa endurminningabók þar sem talað er um gömul vinnubrögð og þar stendur um vegavinnu: Áhöldin sem notuð voru voru skóflur gafflar og járnkarlar Ofaníburði var mokað upp í veginn þar sem næst að til náðist, annars varð að bera hann á handbörum eða jafnvel á bakinu í pokum. hugsa sér , og þetta var bara 194og eitthvað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home