Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Aggaggagg Þá er nú árið 2002 liðið í aldanna skaut, og 2003 komið í staðinn.
Þau undur og stómerki hafa gerst að ökklinn á mér sem eg er búin að vera að drepast í síðan ég sneri uppá hann í sumar úti á setri. er kominn í lag.
Ég fór til þessa afbragðs læknis sem hér er á gamlaársdag. og hann setti bara upp dæmi, eins og þegar maður fer með bíl í viðgerð
á verkstæði K.S á Sauðárkróki.Þrír möguleikar, og ég valdi sprautu í vöðvafestu. Batnað .Bingó.
Og ég sem er búin að skriflast áfram eins og hölt hæna er nú sem óðast að æfa upp venjulegt göngulag... dásamlegt...
Hanna Sigga er búin að fara hér um með regnbogaþotuna eins og hvítur stormsveipur. Húsið ilmar og bíllinn minn er steinhissa.
Ég skellti henni á snyrti og nuddstofuna mína í staðinn. klipping nudd og fót og handsnyrting.
Árdís og Addi Tryggva komu á mánudagskvöldið 29. þau gistu hjá Adda og Hildi, Addi T. gaf mér rúmið sem hann var áður búinn að lána mér.
Síðan erum við búin að heimsækjast, spila, borða góðan mat og fara í gamlaárskvölds veislu heima í Steinó með tilheyrandi flottri brennu og flugeldum.
Jón Ester og börnin voru samt ekki því þau fóru á Siglufjörð til afa og ömmu þar. og Hadda fjölskyldan okkar var ekki heldur þau voru að undirbúa
afmælisveisluna hans Jóns Arnar og svo fóru allir í hana í gærkvöldi. Dísa hélt að maður yrði lengi að trappa sig niður eftir allt þetta át.
Í morgun lögðu svo HannaSigga, Addi T, Árdís og Tómas Andri af stað suður á Jóns Gísla bíl, því vatnsdælan bilaði í jeppanum sem þau voru á.
Og hefst nú hversdagsleikinn á ný, vinna kl 11-30. Og þó..... Alltaf vonandi einhver ævintýr...... Vonum það besta !!!!!!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home