Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

þetta er 2007
föstudagur, desember 28, 2007

Jæja nú er þessi "ekkert að gera Jólin búin " tilfinning horfin og nú er bara að hlakka til áramótanna af feikna krafti. það er núna gott veður og ég ætla að fara í að taka saman úti á galdrasýningu á eftir. Mér tókst að eyðileggja kvöldmat í gærkvöldi er greinilega alveg dottin út úr eldamennskunni s.b.r. Steikina á jóladag. best að borða bara eitthvað hrátt..hehe.. og allskonar grænmeti og þamba kókosvatn meððí...Það er hundakuldi hérna á skrifstofunni minni, þarf að fá mér almennilegan ofn þessi gamli er eiginlega alveg hættur að hitna, og svo er ein rúðan einföld og þar koma frostrósir stundum. bara að vera í galla....'Eg held að börn í dag viti ekkert um svoleiðis ekta frostrósir þau halda bara að það sé hópur af fólki að syngja. 'Eg ætla líka að fara með kúbeinin mín út í garð á eftir og taka sundur girðinguna sem liggur flöt...Það verður galið fjör. 'Eg bjargaði strönduðum Jólasveini í gær, ekki samt með þyrlu...Útskýring: ég er nýbúin að lesa Útkallsbókina. En á Lúsí-fer.Hannasigga er sofnuð aftur en vaknaði samt á afar óvenjulegum tíma kl 7 í morgun við sofnuðum yfir sjónvarpinu uppúr kl 9 í gærkvöldi. Það væri nú nær að vera ekki að reyna að horfa þetta á sjónvarp á kvöldin. Mér líður eins og ég hafi gleypt gsm síma hann murrar og hringir einhversstaðar fyrir ofan lifrina í mér. HM SKRÍTIÐ.
skrifað af �sd� @ 09:09 0 comments
fimmtudagur, desember 27, 2007

'Eg verð að fara út að labba til að viðra af mér eirðarleysið. . ÞAð sést varla út á bryggju fyrir hríðarkófi. Fæ Pjakk lánaðan til að labba með hann þegar birtir. Og svo er nú nóg að lesa.
skrifað af �sd� @ 09:53 2 comments

Nú eru jólin búin og næst á dagskrá eru áramótin sagði þulurinn í útvarpinu í morgun.Það er vetrarlegt út að sjá en það er samt ekki orðið bjart, vetrarfærð og ekki gott veðurútlit, svoleiðis fer ekki vel í mína sál fólk er alltaf að ferðast)Og þetta sem hefur verið unnið lengi að eins og aðdragandi jólanna ( ég byrjaði á því í apríl). Jólin búin ...Það er eins og síðasta sýning á leikriti og hvernig hún fer með leikendurna það verður einhvernvegin ekkert að gera. Mér er mjög minnisstætt þegar Leikfélagið sýndi Tobacco road sem var mjög áhrifamikið stykki og síðasta sýning norður í 'Arnesi, leikmyndin brennd á báli í fjörunni allir sungu og sumir með kökk í hálsinum og hræðilega saknaðartilfinningu,Kannske voru það bara við Addi...Við Hannasigga fórum upp að Undralandi í gær og renndum heim í Steinó því síminn þar virtist vera bilaður og enginn náði þangað.. Það var hinsvegar allt í lagi með hann gott mál það.. en það er kominn svo mikill snjór á veginn frá Felli að bíllinn minn ýtti á undan sér snjó alla leiðina frameftir og minnti mig á alla ófærðina sem var alltaf í gamla daga... þetta var núna lausasnjór.. 'Eg sagði Hönnusiggu fullt af hrakningasögum af þessarri stuttu leið og oft var mjög erfitt að finna veginn og maður var mokandi og útaf þvers og kruss. Það var mikill mokstur og skak á þeim fyrrverandi ferðalögum. en líka gaman eins og þegar Nonni kom frameftir á jólunum á lítilli jarðýtu með bílinn þeirra í eftirdragi og Svönu og JónGústa pínulítinn í. Það var mjög hæg ferð.Líka þegar Addi kom á vélsleðanum að sækja okkur JónGísla niður að Felli og fann okkur ekki því víð höfðum komist upp að Miðhúsum alveg óvænt Þá var heiðskírt og hörkufrost og hann fann okkur svo og selflutti á sleðanum frameftir.'Eg sem hef alltaf verið svo skíthrædd við að fara yfir ána á ís, (algjör gunga á ýmsun sviðum fór það á sleðanum) eins og ekkert væri.Ein lítil saga enn Þegar Simmi kom heim með Hi luxinn (með kýraugunum) Var glæra svell allsstaðar , þá var Nonni heima í Steinó á flutningabílnum hann var næstum búinn að missa hann niðurfyrir veginn á einum svellbunkanum... það hefði nú verið agalegt...en slapp... Við sáum Simma þokast fram á móti bænum og svo húrraði hann upp fyrir veginn. Hann þokaðist aftur á stað ... og aftur uppfyrir ... og festi.Nonni fór þá og dró bílinn upp á veginn. og hann komst ca meter og enn útaf. þá var hætt að reyna og bifreiðin skilin eftir.... Allt ku vera þá þrennt er og ekki þótti hættandi á að hann færi niðurfyrir.
skrifað af �sd� @ 09:18 0 comments
miðvikudagur, desember 26, 2007

Góðan dag og gleðileg jól , þá er nú aðfangadagurinn sem beðið var eftir eftir allan undirbúninginn og allskonar pukurstand og skemmtilegt búinn, 'Eg fékk alveg ótal fallegar og yndislegar jólagjafir, Og svo það sem ég setti á óskalista ´til jólasveinsins..hæ hæ nú get ég farið út í garð og beitt því á glæsilega grindverkið mitt sem liggur flatt hér á bak við húsið. takk takk. 'Aður varð ég alltaf að nota hamar og það er svo erfitt.OG í gær þegar við vorum öll fjölskyldan samankomin uppi í Steinó þá var verið að skoða gjafirnar og Jón sagði soldið skrítinn á svipinn ,,Þú mátt þakka fyrir að hafa ekki fengið mörg.......hmmm þegar ég kom heim á Höfðagötuna í gærkvöldi þá tók ég ekki eftir neinu skrítnu en í morgun sá ég að ég hafði fengið tvö það hékk á gluggajárninu í eldhúsglugganum sem er dálítið opinn af því að það liggur ljósaleiðsla út um hann, á því var slaufa og kort skrifað með galdraskrift því jólasveinarnir snúa líka essunum öfugt..og nú get ég líka fengið einhvern með mér að taka sundur grindverk og ýmislegt sem þarf og haft til þess tvö almennileg verkfæri.....annað silfurlitt og gljáfægt og hitt rautt.ég þekki minnstakosti þrjár ungar stúlkur sem gætu hafa hjálpað sveininum að skrifa á kortið, Agnesi, Dagrúnu og Sylvíu en verð að fá mér leynilöggu til að upplýsa málið,... Nonni og Svana vissu um þessa ljósaleiðslu sem hékk út um gluggann... Hanna Sigga er fín leynilögga og sefur nú sem fastast örugglega til hádegis.Við þeyttumst öll til Hólmavíkur, Kirkjubóls og Undralands í gærkvöldi eftir að það fór að kingja niður snjó. það er svo fljótt að verða ófært heim og vont að vera á ferðinni í byl sem veðurstofan var búin að spá. það var samt enginn bylur kominn í gærkvöld. en það var skíta krapfæri á veginum einhver för lágu útaf kantinum í Hvalvíkinni og svo þvers og kruss á veginum. og allir fóru og gáðu skíthræddir um að einhver hefði farið útaf en þar reyndist ekki vera neinn sem betur fer.'I gærmorgun Jóladag fór ég eldsnemma á fætur og fór að lesa, ég fékk bókina um Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur... 'Oreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og, afmælisdagaljóðabók Guðmundar Inga.Síðan vakti ég HönnuSiggu og dró hana með mér á náttfötunum fram í Lyngás og náði í saumavélina gömlu og stal svo borði sem var úti undir vegg hjá Simma , ég vona að hann fyrirgefi mér það. og svo setti ég þau á ganginn og rauðan dúk á og raðaði svo öllum jólagjöfunum á svo allir gætu skoðað þær. En Hannasigga fór aftur að sofa og svaf sætt og vært til hádegis. Gústi skildi ekkert í því hvað hafði komist í baðkerið það var fullt af stráum og mold sem ég þvoði af útiborðinu og átti eftir að hreinsa, ég reyndi að skrökva því að ég hefði farið í bað en hann trúði því nú ekki.Svo þegar allir voru komnir brenndi ég jólasteikina, það hefur aldrei skeð áður, en hún steiktist of lengi við of mikinn hita hjá mér og varð moldþurr svört og frekar ógeðsleg, en hún kláraðist nú samt en það var nú líka hangikjöt og Svana bjó til góða sósu á misheppnuðu steikina mína.Eftir skoðanakönnun innan slektisins þá ætla ég að hafa afar einfaldan mat næst. hangikjöt, Rúgbrauð og síldog lax og egg, og ís og kaffi , ekkert annað. það verður afarþægilegt. Svo eru listaverk Svönu á smákökusviðinu alveg brilliant bæði í útliti og vo eru þær með afbrigðum bragðgóðar.Og nú trúi ég á Jólasveinana , hef reyndar alltaf gert það en aldrei sent tölvupóst í töfrahellinn þeirra fyrr. Nú er Jólatrésball barnanna í dag og það er norðaustan bylur klukkan er orðin átta og ég þakka fyrir allar mínar góðu gjafir...elska ykkur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home