Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

Aðfangadagur jóla anno 2002.. Dásamlegt. þetta er alltaf svo spennandi. Við Hanzka fórum í Jólaskap strax kl átta . og hún og Lukka skipulögðu daginn . Ég skipulegg ekki. Ekki ræða það það verður alltaf einhvert klúður. Í staðin verð ég að þola ýmislegt ,,,Ertu búin að taka þetta til...gleymirðu ekki skónum .... síminn þinn er inni á borði... varstu ekki búin að hlaða hann.. hvar eru kortin ... þú gleymdir að klippa mig ... veistu hvað klukkan er.... þú ætlar að sýna mér þarna í tölvunni ... ætluðum við ekki út í kaupfélag NÚNA...... og það allra fyndnasta..... Ég ætla í bað núna meðan þú ferð með kortin sem eftir voru....Svo þegar ég kom aftur..... Nú getur þú farið í bað mamma mín.... en veistu Sturtuhausinn datt í sundur slangan er eins og smokkfiskur...Ég var teymd inn á bað til að sjá þetta skelfilega fyrirbæri.. Alveg sama hvernig ég reyndi að sannfæra hana um að slangan væri búin að vera ónýt lengi og það væri allt í lagi... Næst var ég rekin í bað... Þú verður að fara að fara í baðið ef víð eigum að vera komnar heim í Steinó fyrir kl 6 . Ég lét renna í og skveraði mér ofaní...ííííííííííí ískalt. Með tiheyrandi óhljóðum skrúbbaði ég á mér boddíið og fór svo eldhress uppúr. Og heim vorum við komnar kl hálf sex. Hlustuðum á messuna yfir rjúkandi hangiketinu og appelsínudesert á eftir að hætti mömmu. Settumst svo fram í nýmálaða og stóra og breytta stofuna og opnuðum gjafirnar okkar.. Þær voru alveg stórkostlegar....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home